18. apríl

Á fætur kl. 8 og gúffa í sig morgunmat. Áttum að mæta á smá fund hjá Dr. Nan. Hann var bara að skýra út helstu atriðin og hvernig þetta gengi fyrir sig og svona hvað ca. planið væri. Laugardagar eru  aðeins öðruvísi því þá er allt fyrir hádegi, svo Heiða fór í iðjuþjálfun um 10 og svo beint á eftir í sjúkraþjálfun, þetta gekk allt ágætlega.

Þegar við komum upp á herbergi var maturinn komin og viti menn…………….það var kjúklingur, en við vissum það því við pöntum matinn daginn áður og á matseðlinum er alltaf kjúklingur, allavega hingað til. Heiða fékk sprautu með stofnfrumum og einnig dropa í augun með stofnfrumum og líka í nefið. Þetta fékk hún í augu og nef þrisvar sinnum á 45.min fresti í dag og sprautu tvisvar í handlegg.DSC00401

Ætluðum að kíkja aðeins út í göngutúr í fyrsta skipti en okkur var ráðlagt að bíða aðeins með það því hitinn í dag var 38 gráður……………hva pínu heitt. Svo við biðum með það til kl 17 og Stefan frá þýskalandi bauðst til að sýna okkur nágrennið. Við fórum á götu hér rétt hjá sem er með ýmsum búðum og mörkuðum og einng í stóran garð sem heitir Green park, eða þetta svæði hjá okkur og gatan heitir Green park………….hitinn var svakalegur og mengunin alveg rosaleg og ég er ennþá með í hálsinum bara eftir að fara út í tvo tíma. Gengum í gegnum þennan garð og að vatni, vatnið var svo ógeðslegt og lyktin ferleg………..vá jakk………vatnið var grænt á litinn, sleppti í þetta skipti að stinga mér. Svo sýndi hann okkur verslunargötu þar sem einnig eru góðir veitingarstaðir. Hverfið sem við erum í telst vera töluvert fínt hverfi. Þetta var bísna áhugavert og pínu sjokkerandi að sjá þetta svona i fyrsta skipti………….það eru apar í þessum garði en þeir létu ekki sjá sig í þetta sinn. Allt fullt af villtum hundum um allt en þeir eru ekkert að angra mann. Maður þarf sko að passa sig í umferðinni því hér er allt í vittleysu í þeim efnum, Heiða var að spá í að fá sér flautu á stólinn svo hún geti tekið þátt í flautu consertinum hér í borg, varla hægt að tala saman út af öllu þessu flauti. Virkilega gaman að upplifa þetta og Stefan góður að fara með okkur, ég ætla að fara með honum á morgun út að skokka í garðinum…………….við ásamt hinum öpunum.DSC00395

Heiða skelltir sér aðeins í skíðaskóna í kvöld og æfði jafnvægið, já hún tók með sér skíðaskó til Indlands………………..hahahah……….henni finnst gott að standa í þeim, pabbi hennar fattaði upp á þessu á sínum tíma og það gerir henni bara gott að standa svoldið. Léttum aðeins á nammi birgðunum, já hér er smjattað á nóa súkkulaði rúsínum, tobleron og bland í poka í kílóavís og auðvitað er harðfiskurinn ekki langt undan og einn af læknunum hér er alltaf að kíkja við og fá smá bita………………jæja nú er það beddinn og það er frí á morgun og auðvitað er búið að spotta út hvar mollið er og þangað er stefnt á morgun, Heiðan verður aðeins að fá að kíkja í mollið og það verður sennilega besti staðurinn á morgun til að vera á því það spáir 40 stigum……….trallatralla……..hættu nú alveg………………og mun jafnvel hitna í næstu viku…..

Heidi and Snorri over and out…………..:)

2 thoughts on “18. apríl

  1. Gaman hvad thu ert duglegur ad skrifa herna inn elsku Snorri Og frábært ad fá myndir med af skvísunni og umhverfinu ykkar. Knús til ykkar. Sirry

  2. Elska að lesa póstana frá ykkur :* Gott að sjá að allt gengur vel <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *