20. april

Á fætur kl.8, gera og græja, þarf að pakka mínu rúmi saman og ganga frá því áður en ég tek Heiðu framm úr. Jú jú auðvitað ristaðbrauð, kornflex og nú er komið nýtt tvist í málið, nú fáum við okkur ost á brauðið og jafnvel marmelaði…….já já ég meina maður lifir bara einu sinni. Tómatsósan aldrei langt undan og Heiða gúffar þessu í sig….:)

Nú riðlaðist allt planið maður…………..og Heiðan sko ekki sátt og eiginlega bara frekar brjáluð, sko hún átti að fara kl 11:45 í sjúkraþjálfun, en nú var planið breytt og hún átti að fara í margar stofnfrumusprautur. Inn í herbergið komu fullt af hjúkkum að undirbúða drottninguna, það þurfti að setja upp dripp og legg í æð, taka ofnæmistest, hún þurfti að fara í sér galla, slopp og buxur og ég veit ekki hvað og hvað.DSC00422 Heiðu tjáð það að hún þyrfti að fara upp á þriðju hæð í nokkrar sprautur og að hún myndi missa af sjúkraþjálfun……………úps………þá fauk í gömlu, hvaða vittleysa var þetta, Heiðu fannst nú að þau hefðu átt að græja þetta fyrr svo hún missti ekki af þjálfuninni. Jæja þýðir ekki að þræta við dómarann en það er nú eitthvað sem Heiðan hlustar ekki á. Henni er skellt á börur og keyrt upp, þar fékk hún 8 stofnfrumusprautur, m.a. í hálsin, hnéspætur, úlnlið, hendur og neðst í hrygginn. Ég mátti ekki fara með henni og beið bara slakur á kantinum, opnaði einn kaldan skellti Bjartmari á fóninn…………….lagið, ég er ekki alki ég er ekki alki fyrir fimmaura………………það er rétt, ég er ekki alki og opnaði engan bjór, beið bara eftir henni og vonaði að allt gengi vel. Allt gekk vel og hún kom niður og henni tjáð það að hún gæti farið í sjúkraþjálfun, þyrfti bara að liggja í hálftíma og fara svo……………….yes heyrðist í henni og brosið læddist að.DSC00419

Eftir sjúkrajálfun sem var svona í léttari kantinum, teyjur aðalega, var komin hádegismatur og viti menn…………kjúlli. Svo var það iðjuþjálfun eftir hádegi sem gekk vel, sá gamli fór aðeins á þrekhjólið og reif aðeins í lóðinn á meðan, svona til að gera eitthvað. Eftir iðjuþjálfun kíktum við á Ínu og David, þau koma frá Ástralíu og eru hér með 2. ára son sinn hann Roki, en hann varð fyrir súrefnisskorti í móðurkviði. Þau eru hér í annað sinn og Ina er inni allann daginn upp á herbergi með hann í æfingum og auðvitað er hann líka í stofnfrumumeðferð. David og Ína eru ótrúlegt fólk og leitun að öðrum eins foreldrum, þau reyna allt sem þau geta til að reyna að hjálpa syni sínum, litla dóttir þeirra hún Ruby sem er 3. ára er hér líka en það er í lagi með hana og sú stutta gleður alla hér með persónuleika sínum og fallegu brosi, algjör gleðigjafi.DSC00391

Við röltum svo aðeins út í hitann sem var ca. 35 gráður kl .18. Keyptum svona helstu nauðsynjar, eyrnapinna, inniskó og súkkulaðikökusneið…………….Heiðan er alveg vittlaus í þessar kökur, sneiðin kostar um 100 kr íslenskar, minnir að sneiðin á kaffi Adesso kosti um 1000 kr……………..eigum eftir að kíkja í kökubúðina svona við og við…..

Kjúlli í kvöldmatinn…………..já ekki orð um það meir…

Leggjumst þreytt á koddann og hvílumst fyrir verkefni morgundagsins.

Heidi and Snorri……………..zzzzzzzzzzzzzzhrjót…..:)

4 thoughts on “20. april

  1. Gaman ad fá ađ fylgjast svona međ ykkur elskurnar. Ert duglegur á pennann frændi!

  2. Gaman að fylgjast með ykkur. Dóra flott á sýningunni og ammann búin að greiða svo flott :-). Á morgun eru svo æfingabúðirnar og keppni á sunnudaginn, Við Ásdís græjum hárið á henni þá. Ég tek mynd og sendi ykkur á facebook. Gangi ykkur sem allra best.
    Kveðja frá Ellen í Dansskólanum

  3. Bestu þakkir fyrir það, kærar þakkir fyrir hjálpina og minntu Ásdísi að láta mig vita hvað ég skulda henni. Gangi ykkur vel á laugardaginn…………áfram þið og vonandi gengur Dóru okkar vel…………….kærleikskveðjur til ykkar allra..:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *