dagur 1

Vöknuðum kl 8 sváfum ekkert sérstaklega vel, Heiða er í ágætis rúmi, svona gömlu sjúkrarúmi og á einhverjum bedda sem þarf að taka saman, beddi þessi er alveg grjótharður og ég sagði við staffið að ég gæti alveg eins sofið á gólfinu og þeir brugðust vel við og 3 litlir indverja kallar komu trítlandi með dýnu handa mér.

Heiða átti að fara í dag í allskonar rannsóknir en fyrst var hún skoðuð af iðju og sjúkraþjálfurum og svo vorum við keyrð á spítala ekkert svo lang frá og þar fór hún í segulómun, ómskoðun og röngten, vel tekið á móti okkur og mikið glápt á okkur.  Heiða er vel höfðinu stærri en flestir og ég hálfgerður risi í þeirra augum. Í segulómskoðunini má ekki vera með neitt skart eða járn hluti á sér en stuttu eftir að grjæan var sett í gang kom læknirinn og stoppaði græjuna og spurði hvort það væri ekki öruggt að Heiða væri ekki með neitt á sér sem truflaði því það var eitthvað sem truflaði myndartökuna og þá kom í ljós að maskarinn sem drottningin frá íslandi var með truflaði allt dæmið……….þetta fannst okkur fyndið og nú þurfti að fjarlægja maskarann af henni svo hægt væri að halda áfram…………….hún Heiða mín er nú ekki vön að fara út án þess að vera allavega aðeins tilhöfð, það þekkið þið sem þekkið hana……..ekki einu sinni í segulómskoðun.  Vá hávaðinn í þessu tæki var rosalegur og Heiða kipptist til þegar græjan fór í gang með einhverja leður leppa fyrir eyrunum svo heyrnin hennar biði ekki skaða og ég sat út í horni með eldgamlar Peltor heyrnahlífar á stuttbuxum og bol og kuldinn þarna inni var mikill og þegar þetta var loks búið þá sat ég og skalf eins og hrýsla…………….bjóst ekki við að verða kalt í Indlandi en Heiða var dúðuð í teppi.

Næst var það ómskoðun á hjartanu sem gekk vel og hjartað virðist vera í góður standi og svo var það röngten af hryggnum. Þegar niður var komið þurfti Heiða að pissa og ég sagði þeim að hún þyrfti á klósettið og við þyrftum hjólastól því hún var á börum. Já já ekkert mál, svo er Heiðu rennt inn i eitthvað herbergi á börunum og ég var ekki alveg að fatta hvað var i gang, svo kemur hjúkrunakona til hennar og fer að setja upp hanska og meðhöndla einhverja slöngu…………….halló halló róum okkur smá hvað er í gangi hér segi ég við konuna og þá fattaði ég að hún ætlaði að setja upp þvaglegg til að tæma blöðruna………….no no I take her to the bathroom sagði ég og við Heiða skelltum upp úr, þá komu þeir með stól og hjálpuðu okkur nema tvær konur komu inn með okkur og þegar ég hjálpa Heiðu á fætur þá ætluðu þær að girða niður um hana og ég aftur……no no no I do this I´m her husband og Heiða vissi ekki hvað var eiginlega að gerast nema ég rak veslings konurnar út og loksins gat Heiða létt á sér………….hlátraskölln í okkur heyrðust um allt , þvílík vittleysa.

Við þurftum aðeins að bíða eftir bílstjóranum og fylla út allskonar pappíra og þá kemur gamall maður til mín, starfsmaður, og segir einhvernvegin svona ´´ copa cop id´´ ég skyldi nú ekki hvað veslings maðurinn var að segja og hann endurtekur þetta aftur og aftur og þá fattaði ég að hann þurfti copy of ID eða ljósrit af skilríkjum. Ég ríf upp passana okkar og segi að hann verði sjálfur að taka afrit af pössunum og hann glápir á mig eins og ég sé alveg snargalinn og þá hlær maðurinn í afgreiðsluni og segir að hann hafi verið að bjóða mér kaffibolla eða…..a cup of coffie……………hahahaha ekkert smá fyndið og eg stakk pössunum í vasan og þáði kaffið.

Jæja þá var þetta búið og við keyrð heim, fengum okkur að borða og hittum börnin á skype, það var æðislegt að sjá þau og heyra, þau eru svo frábær. Fyrsti dagurinn búinn og á morgun verða meiri rannsóknir.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *