Dagur 2

Vöknuðum kl 8 og um 8:30 kemur morgunmatur, ristað brauð og egg, kornflex og mjólk. Þið sem þekkið Heiðu vitið að hún er nú frekar matvönd en núna mátti Heiða ekki borða neitt vegna einhverra rannsókna hún þurfti að fasta. Við fórum á sama spítala og í gær og aftur í ómskoðun og svo átti að mynda magan á henni og hún þurfti að drekka 2 lítra af einhverju glundri á tveimur tímum, þetta var vont á bragðið en hún er ekkert annað en hörkutól þessi elska og kláraði þetta……………hún er svo dugleg. Þetta var löng bið og leiðinleg, Heiðu leið ekki vel, ekkert búin að borða og svo að drekka þennan viðbjóð. Að myndartöku lokinni þurftum við að fara á annann spítala í Heila myndartöku, púff þetta var nú meiri dagurinn. Heiðu var óglatt og hreinlega ekki í góðu standi en hún harkaði þetta allt af sér. Hinn spítalinn var svaka stór og allt kjaft fullt af fólki allstaðar. Við þurftum að bíða svoldið þar áður en hun komst að. Mikið vorum við feginn þegar þetta kláraðist loks, þetta var um 7 tíma törn……….allt of mikið og ég kvartaði þegar við komum heim og sagði að þetta væri of mikið álag á Heiðu.

Heiða varð bara veik eftir  daginn og leið allst ekki vel, hún fékk eitthvað dripp í æð sem hjálpaði henni að líða betur, hún var bara mjög slöpp og vonandi er hún ekki að verða veik. Það má ekki gerast.

Það eru ekki margir sem dvelja hér núna, höfum hitt stelpu frá USA sem er mænusködduð og hún er hér með móður sinni og föður en pabbi hennar er með parkinsson, þetta er held ég 8 skiptið hennar og hún hefur náð undraverðum bata að hennar sögn, annars væri hún ekki að koma aftur og aftur. Svo eru mæðgur frá USA tvær systur og mamman, önnur systirinn er hér í meðferð og hún var bundin hjólastól en gengur í dag með aðstoð, veit ekki hvað amar að henni, á eftir að komast að því. Stefan er frá Þýskalandi og þjáist af svo kölluðum Lyme disease og svo David sem er hér ásamt konunni sinni , dóttir og syni en sonur þeirra varð fyrir súrefniskorti í móðurkviði. Það eru fleiri en hef ekki hitt þá ennþá. Ástæðan fyrir því að ekki eru fleiri núna er af því að Dr. Geeta er mikið að vinna i skýrslum og greinagerðum og ferðast mikið og hún vill hafa tíma fyrir sjúklingana sína svo hún geti sinnt þeim..

Vonandi verðu Heiða betri á morgun og sofi vel, gef henni fótanudd og smá dekur……..

One thought on “Dagur 2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *