Dagur 3

Á fætur kl 8 græja og gera, morgunmatur er ristað brauð og egg og ekki er tómatsósan langt undan. Heiða á að mæta í sýna fyrstu iðju og sjúkrajálfun í dag, mjög spennt að sjá hvernig þetta lítur allt út.

Iðjuþjálfarin heitir Dr. Akshay ungur strákur, ferlega viðkunnalegur og flottur, hann prófaði ýmislegt og var svona að lesa Heiðu. Hann sér um hendurnar og málið, hljóð og svoleiðis. Svo var það sjúkraþjálfun og þar er Dr. Dipinn…………..já Dr. Ídýfa…..nei hann er mjög flottur og þægilegur. Hann byrjaði á miklum teygjum og svo í göngu. Hann þarf að átta sig á Heiðu og þetta fer allt saman vel af stað.

Eftir hádegi áttum við tíma ´hjá augnlækni og nú átti að rannsaka sjónina hennar, þegar við förum niður í andyri, við erum á annari hæð, þá hittum við Geetu Shroff og hún vildi endilega tala aðeins við okkur því hún var komin með myndirnar af heilanum og vildi sýna okkur þær og svo var hún með aðrar myndir af manni sem hafði verið hjá henni og vildi sýna okkur munin…………….Heiða er með mikla heila skemmdir um allt og á sjónsvæðinu eru miklar skemmdir eins og við vissum, hjá þessum manni voru einnig miklar skemmdir á sjónsvæðinu. Hann hefur komið hingað í eina meðferð og í dag segir hún að hann geti lesið og horft á sjónvarp, sem er í raun magnað. Hún sagðist auðvitað vona að Heiða fái einhvern bata en í þessu tilfelli sem hún nefndi var um mikinn bata að ræða.

Jæja við vorum mætt til augnlæknsins, vorum keyrð þangað og leigubílstjórinn ætlaði að bíða eftir okkur. Allt kjaft fullt á biðstofuni og við Heiða með áhyggjur að við þyrftum að bíða lengi en sem betur fer komumst við fljótt að en rannsóknin sjálf tók töluverðan tima.20150416_163856

Þetta var alveg magnað að upplifa þetta. Við fórum inn í herbergi með lækninum og hann byrjar að setja eitthvað krem á hina ýmsu staði á höfði hennar , greiddi hárið frá og setti krem og svo setti hann einhverja víra sem voru á sogblöðkum  hér og þar á höfði hennar og teipaði allt fast………………vá þetta var spes………..og svo þurfti hún að fara með höfuðið í einhverskonar hjálm og horfa í rautt ljós, ljósin slökkt og það var eins og Heiða væri í einhverskonar tímavél og ég beið bara eftir að hún myndi sogast inn í hjálmin og hverfa……………..svo voru ljósin kveikt og einhverjir vírar settir í augun og allt teypað saman og svo aftur að horfa í tækið…………….Heiðu fannst þetta mjög fyndið og byrjaði að hlæja og kippti óvart vírunum af sér og þá auðvitað hló hún enn meira…………………….hvert vorum við komin og hvert vorum við að fara, sem betur fer sogaðist Heiða ekki innn í tækið og hvarf…………..svo þurftum við að bíða svoldið eftir að talvan reiknaði allt út og svo var þetta búið. 20150416_160207

Leigubílstjorinn beið eftir okkur og þetta var ca 2 tíma bið, hann keyrði okkur heim og rukkaði okkur um 700 rúbíur sem eru um ca. 1500kr. Svo var það bara kvöldmatur, ekta indverskur matur sem okkur Heiðu finnst bara alveg ágætur og stundum mjög góður. Hingað til hefur maturinn verið góður.

Ég er ennþá þreyttur eftir ferðalagið og það er gott að leggjast á koddann á kvöldin og hvila sig, þetta hafa verið annasamir dagar og nóg að gera  og þannig verður það.

Heidi and Snorri out……………..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *