Dubai og Indland

Flugið til Dubai gekk barast nokkuð vel, það var sko vel tekið á móti okkur þegar við mættum á flugvöllinn í Danmörku, málið er að við misstum af fluginu til Dubai daginn áður út af öllu klúðrinu með visa og ferðaskrifstofan Vita rétt náði að breyta miðanum, sem betur fer. Það var hins vegar allt á huldu hvort við fengjum aðstoð alla leið og mér var sagt að ég þyrfti að fara snemma á sunndudagsmorgunin til að reyna að græja aðstoðina…………..eftir allt klúðrið þá átti ég að reyna að redda þessu og ég sagði við Heiðu að ef þetta gengi ekki upp með aðstoðina þá værum við ekkert að fara því það skiptir öllu máli að vera með aðstoð alla leið, lykilatriði. Það var svo hún Þórdís hjá Iceland air sem reddaði því öllu og ekki nóg með það að Iceland air bauðst til að borga hótelgistinguna.
Þannig að þegar við mætum til að tékka okkur inn þá er tekið á móti okkur með virtum og var eins og allir vissu af veseninu okkar, Þjónustustjóri hja Emirates tók á móti okkur og sagðist hafa fengið símtal kl 1 um nóttina og allt skýrt út fyrir honum og hann setti allt í gang og aðstoðin var klár (þökk sé Þórdísi hjá Flugleiðum). Okkur er tekið fagnandi og konan sem leyfði okkur ekki að fara daginn áður tók brosandi á móti okkur og sagðist hafa hugsað til okkar allann tíman og var svo fegin að sjá okkur, þjónustustjórinn bauð okkur að bíða á bissnes setustofunni og þar fór vel um okkur og við fengum okkur að borða og gátum andað rólega viss um að aðstoðin var tryggð.DSC00335DSC00338

Flugið til Dubai gekk bara nokkuð vel en það er erfitt fyrir Heiðu mín að sitja svona lengi og það er alveg ótrúlegt hvað hún er dugleg og sterk. Dubai er alveg ótrúleg borg, við lentum þar um kl 23.30 á þeirra tíma og það var 32 stiga hiti………..sko það var næstum miðnætti.
Það var frekar fyndið að við fórum ekki inn svona rana heldur stoppaði vélin út á velli og það komu rútu að sækja okkur og ég fór strax að spá hvernig þeir færu með Heiðu út, við erum alltaf síðust út úr vélunu og fyrst inn.
Þegar allir voru farnir frá borði þá kom sér bíll með lyftu og við vorum tekinn frá borði og keyrð að flugstöðinni, þetta fannst okkur fyndið og það voru bara við og ein gömul kona sem fengum svona einkabíl……..lyftu……..

Flugstöðin er svakaleg og Emirates er með heilt ternimal fyrir sig og flugstöðin í keflavík er eins og karlaklósettið hjá þeim, þvílík stærð og þeir eru með það allt, á meðan við biðum eftir fluginu til Indlands þá fóru ca.30 til 40 vélar frá þeim.
Ok við héldum að vesenið væri búið hjá okkur en það var smá vesen………….Þeir hjá Emirates buðu Heiðu ef hún vildi ´þá gæti hún fengið stólinn sinn í Dubai, betra að bíða í honum heldur en stólum sem eru í boði á flugstöðvunum . Heiða þáði það en þegar til Dubai var komið var enginn stóll og ég spurðist fyrir og þeir sögðust ekki hafa fengið neitt um það að stóllinn ætti að koma inn…………….ok róum okkur aðeins, var ekki komið nóg af veseni………..jæja verum bara létt og öndum rólega.
Þeir sögðust ætla að athuga málið og láta okkur vita ef stóllinn fyndist, jæja lítið við því að gera og við förum á setustofu sérstakalega fyrir fatlaða, þar vorum við góð saman, Heiða í hjólastól og ég málfatlaður og einfaldlega fatlaður á mörgum sviðum……..:)
Við höfðum smá áhyggjur af stólnum vegna þess að ef hann hefði komið inn og fyndist ekki þá hefði verið möguleiki á að hann myndi ekki fara til Indlands en svo var alltaf möguleiki á að hann hefði bara farið með töskunum, svo við spókuðum okkur á vellinum og biðum eftir því sem verða vildi með stólinn en vorum svoldið áhyggjufull.
Jæja þá er kallað út í vél og enginn stóll kominn………og við orðin áhyggjufull…..maðurinn sem átti að fylgja okkur var mættur og við að leggja af stað að hliðinu og þá viti menn er kallað………….Mr. Hreidarsson…….weelchair
hahaha þarna var hann þá en kom auðvitað allt of seint en gott að hann kom því þá vorum við viss umm að hann kæmi með okkur til Indlands. Framundan var um 3 klst flug til Nýju Delhi og við ´þreytt en spennt og fegin að síðasti leggurinn var að hefjast. Áttum að lenda um kl 9 um morguninn………………….já þetta var að hafast.DSC00343

3 thoughts on “Dubai og Indland

  1. Jeminn þad er aldeilis fjör hjá ykkur og búiđ ađ ganga mikid á!
    Vonandi gekk flugid áfram til Indlands vel

  2. Ekkert smá ævintýri hjá ykkur! En þið eigið eftir að hlægja af þessu öllu eftir nokkur ár 🙂 …reyndar grunar að þið séuð strax farin að hlægja að þessu 🙂 Knús og kossar!

  3. I was very ecstatic to find this site on bing.I wanted to say many thanks to you with regard to this superb read!! I certainlyenjoyed every little bit of it and I’ve you bookmarked to look into new stuff you post.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *