Sitjum við eldhúsborðið í Baugakór og borðum ristaðbrauð með rækjusalati og osti, já þetta borðar Heiða alltaf á morgnana……………..vá skrýtið að vera að fara í þessa miklu ferð og svakalega erfitt að kveðja krakkana, þessar hetjur okkar sem hafa þurft að ganga í gegnum alltof mikið. Þau standa sig svo vel en mikið verður þetta efitt en þau eru í góðum höndum.
Heiða komin í ferða gallann og allt tipp topp eins og alltaf hjá henni, hún er svo sterk og dugleg þessi elska. Tengdapabbbi skutlar okkur upp á völl og munu þau hugsa um englana okkar. Við erum svo sannarlega umvafin englum og eigum svo góðar fjölskyldur sem standa með okkur í gegnum allt .
Jæja nú þarf að mála Heiðu og koma sér upp á völl………….
af stað…….
Mikið var gott að knúsa ykkur í gær elskurnar
Góða ferð duglega flotta fólk !
Gangi ykkur rosalega vel
Gangi ykkur vel elskurnar ♡