Fimmtudagurinn 23. april. Sumardagurinn fyrsti

Klukkan 8 eru flautin byrjuð út á götu og borgin komin á fullt. Við skötuhjúin dröttumst á fætur með tilheyrandi tanna burstun, greiðum hár, sumir hafa nefnilega hár og aðrir eitthvað minna………..you know…..Morgunmaturinn fer sína leið og vonandi alla leið þegar líður á…………hehehe. Við höfðum ekki mikinn frið að borða morgunmatinn, hjúkkurnar voru alltaf að banka og koma inn, gefa Heiðu lyfin sín og undirbúa hana undir stofnfrumusprautur, hún fékk sprautur á milli hnúfana og einning í augun eða á augnsvæðinu, báðumegin, handleggi,hálsin og báðar kinnarnar.  Já þetta er spennandi, þeir binda miklar vonir að sjónin hennar geti lagast. Ég beið inn á herbergi á meðan, því um leið og hún kom niður þurfti hún að fara í æfingardressið og drífa sig niður í sjúkraþjálfun, nokkuð annasamur morgun og svo eftir sjúkraþjálfun var fundur með Dr. Geetu Shroff. Dr. Dipin lét Heiðu ganga á fundinn, gott hjá honum, Heiða gekk í lyftuna og fór eina hæð upp og inn á skrifstofu Dr. Geetu Shroff og allri klöppuðu fyrir henni, já Heiðan lét bara liðið bíða eftir sér……..:)

Á þessum hóp fundi var Geeta svona að kynna hvað hún er að gera og sýna okkur ýmsar myndir af hinum og þessum sjúklingum sem hafa verið hjá henni. Hún var svona að skýra út fyrir okkur hvernig þetta virkar með stofnfrumurnar, mjög áhugavert að sjá og heyra. Þetta er svo greinilega hennar ástríða að reyna að kynna heiminum hvað stofnfrumur úr fósturvísum geta gert, hennar draumur er að það verði hægt að grípa til stofnfruma strax og að fólk slasast, eða greinist með súkdóma. Hún er mikið að vinna í því að fá þetta samþykkt í læknasamfélaginu og nú hafa nokkur lönd gefið grænt ljós að leyfa þetta, m.a. USA, Ástralía, Japan, Saudi Arabía ofl.  Hér kemur fólk aftur og aftur og m.a. Shannon frá USA sem er hér í 8 skipti og hún segist ekki vera að koma hingað nema því hún finnur framfarir eftir hvert skipti og yfirleitt koma þessar framfarir svona tveimur mánuðum eftir að hún kemur úr meðferð……….myndir af mænuni hennar sýna að holurnar sem eru í mænuni eru að grynnka og hún finnur mikinn mun á svæðinu frá brjóstum að mitti.

Eftir fundin hentumst við upp á herbergi og fengum okkur að borða og svo var að drífa sig í iðjuþjálfun sem gekk vel. ‘I iðjuþjálfunini lét Dr. Akshy Heiðu lesa, hann skrifaði orð á blað með stórum stöfum og viti menn hún gat lesið orðin……………þetta hefur hún ekki getað gert hingað til sem er svoldið magnað finnst okkur, ég skrifaði fleiri orð og hún las þau……………smá tíma að sjá þau. Sá alltaf bara einn staf í einu en nú virðirst sem hún sjái tvo stafi í einu. Sjáun hvað setur.

Stefan vinur okkar kom og spurði hvort við vildum ekki koma með honum og Shannon frá USA og Turkey sem er hér með pabba sinn sem er lamaður, þeir koma frá Kuwait, og fara að Indian gate sem er stórt mannvirki, svona hlið. Við skelltum okkur með þeim. Þurftum að taka metró og mannfjöldin vá maður, við þurftum að troða okkur í lyfturnar,, Stefan vissi leiðina. Við þurftum að labba töluvert en þetta var gaman, mengunin mikill og líklega svona um 30 stiga hiti.DSC00466DSC00455 Komum heim um kl  21. sársvöng, fengum matinn upp til okkar. Hringdum heim og töluðum við hana Dóru Mjöll okkar, mikið gaman að heyra í henni. Við söknum barnana mikið og vitandi þess að við eigum eftir að vera hér í rúmar 6 vikur í viðbót er svona  pínu yfirþyrmandi, allavega fyrir mig. En auðvitað er ekkert annað en að vera jákvæður þá gengur allt vel, það er bara þannig. Hannes okkar er núna hjá pabba sínum, Anna Dóra er heima hjá sér og Dóra Mjöll hjá ömmu sinni henni Dóru. Dóra Mjöll er að fara að keppa í dansi á sunnudaginn, spennó…………….

Indlandsfararnir óska ykkur öllum gleðilegs sumars og við munum reyna okkar besta að koma með smá sól þegar við komum heim um miðja júní……bara sól ekki mengun…

Heidi and Snorri……….in love….:)

10 thoughts on “Fimmtudagurinn 23. april. Sumardagurinn fyrsti

 1. Gott að heyra góðar fréttir, vona að allt gangi vel hjá ykkur.
  Ég er mikið á sjó og oft sambandslaus, en ég ætla að reyna að fylgjast með ykkur eins og ég get.

  Gangi ykkur allt í haginn.

  Kveðja
  Ingi Guðni

 2. Kærar þakkir fyrir það Ingi. Bestu kveðjur til þín og gangi þér allt í haginn…………..:)

 3. Hæ Heiða og Snorri

  Heiða þú ert Hetja.Að lesa allt sem Snorri skrifar um ykkar miklu ferð sem þið eruð að ganga í gegnum núna fyllir manni stolti og hvað fólk er hjálpsamt og þið hugrökk að skella ykkur í þessa miklu ferð. Þegar eg er búinn að koma mínu heimafólki á sinn stað á morgnana hef ég ávall 45mínútur þar til ég á að mæta í vinnu já hvern morgunn fer ég inn og sé hvor Snorri sé buinn að skrifa eitthvað um daginn ykkar. Það gerir daginn minn betri á að byrja á blogginu ykkar þið eruð Hetjur haldið áframm að vera sterk ❤️ og njóta hvort annað. hlakka til að lesa meira fra ykkur

  bestu kveðjur frá norge
  Margret

 4. Gott að fá að fylgjast svona með ykkur elsku hjú, enn betra að heyra að hún skuli strax finna einhvern mun! Svo skemma ekki fyrir þessu skemmtilegu skrif! Við sendum ykkur baráttukveðjur og hlökkum til að halda áfram að fylgjast með.

  Gangi ykkur rosalega vel í öllu, já líka útihlaupunum og apaheimsóknum!

  Karitas og Ómar
  (Fannar er ekki heima en sendir sennilega mjög góðar kveðjur líka)

 5. Bestu þakkir elsku Karítas…………..knúsaðu nú litla frænda frá okkur, gaman að sjá myndir af honum, svo flottur…………Bestu kveðjur frá okkur og gangi ykkur vel.

 6. Heil og Sæl Margrét……………vá takk fyrir falleg orð, við gerum okkar besta hér og þetta er mikið verkefni hjá okkur, við værum ekki hér nema fyrir alla þá sem lagt hafa okkur lið í þessari baráttu. Heiða er sterk og algjör dugnaðarforkur og því erum við sterk sem erum í kringum hana. Vonandi á þessi vegferð okkar eftir að skila einhverjum árangri og við erum viss um að þetta mun skila einhverju. Gaman að vita að þú fylgist með og svo gott að fá svona hvatningu, klapp á öxlina er alltaf gott. Bestu kveðjur til þín og þinna.

  Heiða og Snorri

 7. Gaman ad lesa um framfarir Heiđu.
  Gangi ykkur áfram vel elskurnar og hafiđ þađ gott í crazy India…!!
  P.s. Fáiđ þiđ engann alvöru indverskan mat ađ borđa?? Eins og hann er nú góđur :þ

 8. Æðislegt að lesa bloggið þitt Snorri, svo skemmtikega skrifað, fer inn á hverjum degi til að fá fréttir. Heiða svo dugleg og sterk og þú líka 😉
  Gangi ykkur áfram vel !!

  Kv. Þórey

 9. Kærar þakkir Þórey………….Bestu kveðjur frá Indlandi…:)

 10. Hæ…………jújú við fáum ekta indverskan mat hér, að vísu spítalamat en þetta er besti spítalamatur sem við höfum fengið, kærar kveðjur til ykkar…..knús og kossar frá Nýju Delhí..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *