Föstudagurinn 24. april

Vá hvað við vorum þreytt, ætluðum bara ekki að nenna fætur, ég hef heyrt að ég hrjóti svoldið………..trúi því auðvitað ekki en vá hvað sú gamla getu hrotið maður, þetta er eins og loftpressan sem ég nota í vinnunni minni…………..common………..jæja hvað um það við komumst á fætur og það er byrjað að banka á dyrnar………..breakfast sir…….já takk fyrir það. Og svo koma þær inn í röðum hjúkkurnar að mæla blóðþrýstingin, taka saman lyf fyrir daginn, sprauta Heiðu í handleggi með stofnfrumum og núna einnig í æðDSC00475, svo eru það dropar í augun og nefið og ég sting brauðsneið upp í mína svona þegar ég kemst að, smeygi mér fimlega á milli og læði að henni diet coke. Sko hún Heiða drekkur alltaf diet coke eða helst pepsi max með morgunmatnum, það er bara þannig.

Kl. 11:45 er það sjúkraþjálfun hjá Dr. Dipin, það er byrjað að teygja og toga og ískrið í hlaupabrettinu sem Selurinn hlunkast á heyrist um allt…………Dr. Dipin vill leggja mikla áherslu á að Heiða standi rétt, hún er nefnilega svo skökk í stöðunni. Hann vill að hún reyni að rétta vel úr sér þannig að hún sé í sem bestu stöðu þegar hún tekur skref og þetta er erfitt fyrir Heiðu því hún áttar sig ekki alveg á hvort hún sé skökk eður ei. Hann segir að 10 rétt skref séu betri en 100 röng. Það er þetta sem hann mun leggja áherslu á. Gott mál.

Hádegismaturinn var góður og eftir matinn æfðum við okkur svoldið að lesa, ég skrifa orð fyrir Heiða á spjaldtölvu og hún reynir að lesa, þetta gengur bara nokkuð vel og hún getur núna séð tvo stafi í einu í stað eins og það er ein einu orði sagt frábært, munum halda þessu áfram. Pottþétt.

Iðjuþjálfunin gekk bara vel og þar er hún einnig að lesa, ég lagði mig aðeins á meðan, var eitthvað svo sifjaður og slappur…………kannski búin að misnota hlaupabrettið of mikið, veit ekki………en eftir iðjuþjálfun var farið á bekkinn og Heiða gerði magaæfingar og svo teygjum við svoldið og svo fær hún smá nudd og pot frá gamla , henni finnst einnig gott að leggjast aðeins á magan og svei mér þá ef loftpressan hafi ekki aðeins startað sér í gang en ég  tók úr sambandi………………hehehe. Þegar upp á herbergi var komið þá vildi hún endilega standa aðeins í skíðaskónum, þetta eru Salomon skíðaskór af flottustu gerð og hér stara allir gáttaðir á okkur þegar Heiðan fer í skóna…….já það má með sanni segja að við vekjum eftirtekt, en þeim hér finnst þetta flott og hafa aldrei séð svona og ég sagði þeim að pabbi hennar Heiðu væri einn albesti skíðamaðurinn á norðurlöndum og að hann hefði fattað upp á þessu ( sem er rétt, og hann er góður á skíðum …..:) og að spelkurnar hennar eru smíðaðar eftir skíðaskónum……..magnað. Frekar skrýtið að koma með skíðaskó til Nyju Delhi.

Þetta er gleðigjafin hún Ruby frá Ástralíu ásamt Stefan frá ÞýskalandiDSC00476

Ég ætlaði út að skokka enn var eitthvað þreyttur og slappur þannig að við kúrðum bara aðeins og þá fór loftpressan aftur í gang……………en nú var það víst ég……….hvað er að frétta, eru ekki allir bara léttir. Bylgjumenn hringdu og ég fór í smá viðtal hjá þeim og svo þetta venjulega, skúra skrúbba og bóna………….takið af ykkur skóna, Sigurjón digri hvað ertu að vilja upp á dekk………………………..

Heiða og Snorri sofnuðu svo vært og rótt og ég sló út rafmagninu svona til öryggis ef loftpressan skyldi nú fara í gang……………………..zzzzzzzzzzzzz

Heidi and Snorri………………….hafa von…:)

One thought on “Föstudagurinn 24. april

  1. gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur
    fylgjumst áfram með ykkur 🙂
    bestu kveðjur frá okkur Valla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *