Indland á næsta leiti

Jæja síðasta kvöldið með fallegu og flottu börnunum okkar áður en við Heiða höldum af stað í okkar mikla ævintýr. Í fyrramálið höldum við til Indlands þar sem við munum dvelja í 8 vikur þar sem Heiða mun fara í stofnfrumumeðferð. Við fljúgum til Danmerkur, þaðan til Dubai og svo til Nýju Delhí á Indlandi . Meðferðarstofnunin heitir Nu Tech Mediworld.
Heiða mun vera í stífri sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og sprautumeðferð þar sem stofnfrumum úr fósturvísum er sprautað í stoðkerfi og mænu í von um að frumurnar finni sér verkefni til að laga og bæta.

Við förum með vonina og viljan að vopni í von um að meðferðin skili einhverjum bata og bættu lífi fyrir elsku Heiðu mína. Í raun vitum við ekkert hvort þetta skili einhverju en reynsla annara sem hafa farið og reynsla fólks sem við þekkjum hefur skilað árangri til hins betra og bættra heilsu.
Heiða hefur stefnt að þessu í um tvö ár og kraftur hennar og vilji til að reyna allt sem hún getur til að öðlast betra líf hefur komið henni hingað og ferðalagið mikla hefst morgun.
Þetta hefði ekki verið hægt án allra þeirra sem hafa veitt okkur styrk, stuðning ást og hlýju . Við erum orðlaus yfir allri þeirri góðmennsku sem fólk hefur sýnt okkur og okkur skortir orð yfir það. Við erum svo þakklát fyrir ykkur sem gefið hafa okkur von. Það er gott að hafa von. Vonin er eitt það sterkasta sem við eigum og við verðum að halda í hana.
Takk.

Ég mun reyna að skrifa hér daglega fréttir af okkur og hverning þetta gengur fyrir sig.

Kærar kveðjur til ykkar

Nú er mál að fara að hátta og reyna að sofa smá.

Ást og hlýja

Heiða og Snorri

One thought on “Indland á næsta leiti

  1. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur, gangi ykkur vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *