Indland

Flugið gekk barasta vel til Indlands ég dormaði að mestu alla leið og Heiða hlustaði á hljóðbók, hún er sjúk í ástarsögur og þesshátta stöff. Vá það var ekki laust við það að við værum að springa úr spenning og fegin að vera komin á leiðarenda eftir allt ferða ævintýrið. Flugstöðin gömul og skítug og við þurftum að fylla út allskonar pappíra og ég veifaði visanu framan í alla og ekki laust við að við værum montin með það, svona eins og þegar Mr. Bean er að gorta sig. Ég veifaði því framan í verðina, fólki sem mætti okkur, liggaligga lái við erum með visa……………….

Töskunar og stóllinn voru á sínum stað og svo var bara spurning hvort maðurinn sem áttti að sækja okkur væri mættur……………..jú þarna stóð hann með skilti sem stóð Ms. Bjarnheidur………..ok þá var þetta í höfn.DSC00348

Leiðin frá flugvellinum var hreint út sagt eftirminnileg, hér er umferðin sko eiginlega alveg út í hött fyrir okkur íslendingana, þvílíkt rugl og kaos. Flautan er þeirra aðal verkfæri og bílar keyra út um allt  stórir sem smáir, vespur, fólka á hjólum, gangandi , með ansakerrur dragandi alsskonar dót og drasl með sér………….hrein út sagt magnað, og Heiða sagði ´´ hvað er málið með alla þessa flautuleikara er ekki í lagi heima hjá þeim, rólegir þetta er bara ég´´DSC00351

Jæja þá vorum við komin á áfangastað til Nu Tech Mediworld hjá Dr. Geetu Shroff. Það var tekið vel á móti okkur og allir svaka vingjarnleigir. Okkur sýnt herbergið og við spurð hvort við værum ekki úrvinda af þreytu  og við játuðum því. Herbergið var eins og við bjuggumst við, gamalt og lúið og frekar óaðlaðandi en þetta var eitthvað sem við vissum. ‘Eg græjaði Heiðu upp í rúm og ég fór að taka upp úr töskum og gera og græja og viti menn sú gamla byrjaði að hrjóta svo svakalega að ég heyrði ekki í flautuleikurunum úti…………já já róum okkur, sú var þreytt…..ég lagði mig líka og svo var byrjað að banka á dyrnar og allir að heilsa okkur og bjóða okkur velkomin. Dr. Geeta kom aðeins en vildi að við hvíldum okkur og sagðist hitta okkur daginn eftir, hún er mjög vingjarnleg og hefur góða nærveru.

Nú var bara að og hlaða battteríin fyrir næsa dag, fengum fínan mat og sofnuðum þreytt og sæl og spennt fyrir því sem koma skal………..

Heidi in in the house…….:)

 

 


 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *