Mánudagurinn 27. April

Borgin vaknar og heimskautabangsarnir líka, dröttumst frammúr og gerum morgunverkin og fáum okkur morgunmat. Hjúkkurnar byrja að banka og týnast inn ein af annari, mæla, sprauta, græja og gera. Heiða fær vítamin og bætiefni ýmist í töfluformi, vökva og í æð. Hún verður sprautuð með stofnfrumum í kjálka, háls og handleggi og einnig í æð.

Dr. Geeta kallar á okkur niður til sín og þar er maður komin til hennar og vildi hitta okkur, faðir hans fékk heilablóðfall og er í dái. Hann var á fundi með Dr. Geetu og hún sagði honum frá Heiðu og við hittum hann og skýrðum út afhverju við værum hér. Dr. Geeta spjallaði svoldið við okkur og Heiða spurði spurninga, sem var gott mál, þetta er stundum svoldið ruglingslegt á köflum.

Fórum svo niður í sjúkraþjálfun en komum við í sprautuherberginu og Heiða fékk sprautur í kjálka, háls og í æð og dropa í augu og nef, þrjú skipti. Sjúkraþjálfun gekk bara vel og áherslan lögð á stöðu, réttleika og þyngdarflutning í göngu og Dr. Dipin sagði Heiðu að frá og með morgundeginum yrði hún í sjúkraþjálfun 2 sinnum á dag, og Heiða brosti breitt. Eftir sjúkraþjálfun settumst við aðeins út.DSC00599

Hádegismaturinn kom á sínum tíma og svo var það iðjuþjálfun hjá Dr. Akshay. Lesturinn gengur vel og við reynum að æfa okkur upp á herbergi. Eftir iðjuþálfun fórum við að gera æfingar, magaæfingar aðallega og teygjur. Þegar við komum svo upp á herbergi þá þurfti Heiða að fá legg í æð og fékk dripp, vítamín og bætiefni, þannig að við urðum að vera inni á meðan drippið rann sína leið.

Kvöldið fór í að skypast við foreldra og börn og svo hringdi Linda María. Okkur skilst að sumarið byrji vel á Íslandi……….brrrrrr…..eða þannig, magnað að heyra, frost og snjór, hér eru ca. 38 til 40 stiga hiti en það er ekkert spes heldur.  Turkey frá Kuwait bankaði upp á og færði Heiðu og mér pizzu……………hahaha hann er ótrúlegur, hann sagði að þetta væri mun betri pizza en sú sem Heiða pantaði á laugardagskvöldið……..hummm…………já kannski. Svo kom hann einnig með ávexti um kvöldið, já hann er hrifin af Heiðu og hjartahlýr maður og hann og faðir hans vilja bjóða okkur út að borða eitthvert kvöldið. Það er nú bara þannig.

Kærar kveðjur í kuldan og vonandi fer vorið að detta inn hjá ykkur……….

Ást og hlýja og mikið þakklæti fyrir allann stuðninginn og hlýjuna…..

Heidi and Snorri……………..gera sitt besta………..

 

2 thoughts on “Mánudagurinn 27. April

  1. fràbært að fylgjast með ykkur og svo gott hvað Heiða tekur miklum framförum ❤️ Knús á ykkur og gangi ykkur extra vel áfram ❤️❤️

  2. Kærar þakkir fyrir kveðjuna og okkar bestu kveðjur til þín…………..:)

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *