Miðvikudagurinn 22. April

Ætlaði varla að komast framúr bælinu út af verkjum allstaðar, harðsperrunar að drepa mig…………ljóta ruglið að vera að taka upp á því á gamals aldri að hreyfa sig. Jæja en ætla samt að halda því áfram. Vippaði gömlu framúr, og hún valdi sér dressið fyrir daginn og svo var það morgunmatur og alles.

Dagsskráin breyttist í dag því nú var iðjuþjálfun kl. 11 og svo sjúkraþjálfun kl. 11:45. Ég skellti mér á hlaupabrettið en gekk nú bara á því og reif aðeins í járnin svona til að gera eitthvað á meðan Heiða er í æfingum og svo er gott að ég sé á staðnum ef eitthvað kemur uppá. Stundum kemur upp skemmtilegur misskilningur t.d. í gær spurði iðjuþálfarinn Heiðu hvað hún hefði gert á sunnudaginn og Heiða sagði að við hefðum kíkt í moll og m.a. farið á Starbucks og fengið okkur súkkulaði köku og hann vildi vita hvað hún hefði fengið sér með súkkulaðikökuni og hún sagði ´´ water´´Heiða talar mjög óskýrt og oft erfitt að skilja hana og hann hélt að hún hafði sagt ´´ vodka´´ já sæll……súkkulaðikaka og vodka, vá klikkaðir þessir íslendingar, en Heiða náði að leiðrétta misskilningin, og hló hátt…………..

Þegar við komum upp á herbergi var Heiða ekkert svöng svo við ákváðum að fara aðeins út í sólina, settumst hérna fyrir framan húsið og sleiktum sólina í hálftíma eða svo, en vá hvílikur hiti en rakinn ekki svo mikill, sem betur fer. Hádegismaturinn bragðaðist eins og venjulega, nema ég fékk ekki kjúkling heldur kjúklingabein í sósu………..eftir matin kúrðum við bara aðeins áður en við fórum í okkar eigin sjúkraþjálfun, Heiða stendur sig vel í henni enda er þar á ferð mjög myndarlegur þjálfari, að hennar sögn………….;)

Ætluðum í smá göngutúr en þá fór Heiða að finna mikið til í maganum og fyrir neðan brjóstin þannig að göngutúrinn frestaðist aðeins, læknirinn kom og kíkti á hana og sprautaði hana með einhverju glundri og sagðist svo lofa henni því að innan 20 mín yrði hún miklu betri…………….og viti menn það stóðst.DSC00445 Við röltum aðeins um garðinn og Heiða sá íkornana, svo mættum við þessum,  sennileg að smíða sér pall eða eitthvað. DSC00451 Ætluðum að mynda apana en batteríið var búið á vélini svo við snerum við og fóru í kökubúðina og keyptum okkur köku og færðum nágrönnum okkar köku, Shannon og Lolu.

Heiðu finnst hún vera farin að sjá örlítið betur með vinstra auganu ( var bara að fatta það í kvöld) og talið hennar er að batna, sem er auðvitað alveg stórkostlegt, þetta eru litlar breytingar enn fyrir okkur eru þetta miklar breytingar.

Á morgun er stór sprautudagur og fundur með Dr. Geetu Shroff.

Kæru vinir við erum þakklát ykkur öllum sem hafa stutt svona við bakið á okkur, það er ómetanlegt……………

Dagur að kveldi komin hér í Nýju Delhi, bílaflautinn óma úti en brátt fer borginn að hvílast og einnig litlu heimskautabangsarnir, koddinn kallar og við tilbúin að takast á við verkefni morgundagsins, nýr dagur, ný ævintýr og vonin lifir……………..Guð blessi ykkur ………..

 

Heidi and Snorri……………feeling proud………….:)

 

2 thoughts on “Miðvikudagurinn 22. April

  1. Sendi ykkur fallegu íslensku kveðjuna sem er eflaust frekar fjarstæðukennd þar sem þið eruð stödd; GLEÐILEGT SUMAR en í dag er sumardagurinn fyrsti hjá okkur og við erum í sveitinni í 0 gráðum. Stórt sumarknús á ykkur elsku hetjur.

  2. Gleðilegt sumar sömuleiðis og kærar kveðjur í sveitina………:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *