Miðvikudagurinn 29. April

Jæja góðan daginn og það er komin enn einn dagurinn í Nýju Delhí, sá í veðurfréttunum í gær að það á að vera um 40 stiga hiti  í dag…………helst til of mikið , takk samt….

Heiða svaf ekki vel, hún var að hlusta á hljóðbók og svaf lítið en þrátt fyrir það þá hendumst við á fætur því í dag er mikill sprautudagur. Morgunmatur svona eins og vanalega, hjúkkurnar koma inn og mæla og græja og einnig hreingerningarfólkið. Konan sem sér um hreingerningar er mjög hrifin af Heiða og kallar hana fyrir vinkonu. Hún er einhverskonar yfirmaður hér í hreingerningum og sér til þess að allt sé skúrað og fínt, undir henni starfa karlar og hún stendur yfir þeim á meðan þeir vinna og segir þeim til og skammar ef ekki er vel unnið. DSC00521

Klukkutíma fyrir sjúkraþjálfun náðum við aðeins að kúra smá, já Heiða var pínu þreytt og ég líka en það er ekki að marka mig, ég er að verða gamall……:)

Hendumst niður í þjálfun og Dr. Dipin bíður eftir okkur klár í slaginn og ég sagði honum að Heiða hefði ekki náð að sofa vel, jæja sjáum hvað setur………………….heyrðu, þetta var langbesti tíminn hennar til þessa. Gangan gekk svona glimrandi vel, góður taktur, góð staða og mjúkar hreyfingar…………já og við brostum breitt yfir þessu og Dr. Dipin bað mig um að reyna halda Heiðu bara vakandi á nóttinni, ósofin er hún best…………hahahaha…..málið er að það er dagamunur, stundum gengur allt vel og stundum ekki, bara eins og lífið er. Góður tími og Heiða fékk klapp í salnum.

Upp að borða og svo þurfti að græja Heiðu fyrir stofnfrumusprautur, hún átti að fá sprautur á milli hnúa og svo í  olnboga, undir hendur, kálfa, tær, og neðst i hrygginn.20150429_133224 Þegar búið var að græja hana fyrir sprauturnar þá hentumst við niður á æfingu og að æfingu lokinni var komið að sprautunum, læknar komu og sóttu hana á börur og fóru með hana upp. Heiða þurftu að liggja í um klukkutíma eftir þetta, varð að sleppa iðjuþálfun í dag út af þessu.

Eftir smá hvíld fórum við í göngutúr, gengum um hverfið bara svona að skoða og alltaf er maður undrandi á því sem maður sér, ætlaðir að reyna að finna svona kjörbúð en lenti í sjálfheldu með stólinn og komst ekkert………..hehehe svona er þetta stundum. Snerum bara við og fórum á götuna okkar ( myndum sennillega kalla hana Laugarveginn ef þetta væri túristastaður fyrir íslendinga) og keyptum osta og eitt og annað nauðsynlegt. Góður göngutúr og við fundum Dunkin Donuts og ætlum kannski að kíkja þangað á laugardaginn. Aðeins að breyta frá spítalamatnum sem er reyndar bara fínn. Við erum skilst mér í svoldið fínu hverfi, hér eru flott hús en inn á milli hrikaleg hús og við rákumst á fólk sem býr í fínni götu, öðru megin voru bara fín hús en hinumegin voru einhverskonar skúrar, hjallar þar sem fólk býr…………smellti mynd af einni fjölskylduDSC00640

Kvöldið fór í spjall á skype og í síma. Mamma og pabbi Heiðu skypuðust við okkur og einnig hringdi pabbi minn og þar var hún Dóra Mjöll okkar, spjölluðum við stóru krakkana á viber. Smá nudd fyrir ástina mína og svo var loftpressan komin í gang……..zzzzzz.

Heidi and Snorri……………….hlusta á The Black Eyed Peas………

 

2 thoughts on “Miðvikudagurinn 29. April

  1. Þađ fyrsta sem Frúin í Hamborg gerir þegar hún er sest í lestina á leiđ í vinnuna daglega er ad opna þessa síđu og lesa skemmtilegu pistlana ykkar….
    Dásamlegt ad fá ad fylgjast svona međ ykkur…… Snorrinn minn, þú ert frábær penni!!
    Knus á ykkur til Dehli og endalaus styrkur ♡

  2. Þađ fyrsta sem Frúin í Hamborg gerir þegar hún er sest í lestina á leiđ í vinnuna daglega er ad opna þessa síđu og lesa skemmtilegu pistlana ykkar….
    Dásamlegt ad fá ad fylgjast svona međ ykkur…… Snorrinn minn, þú ert frábær penni!!
    Knus á ykkur til Dehli og endalaus styrkur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *