Sunnudagurinn 19. april

Já já, góðan og blessaðan daginn……………………hvað haldið þið, kallinn vaknaði kl 7:30 og  fór út að skokka með Stefan, hann er frá Þýskalandi. Vá, kallinn eru auðvitað í engu, já engu formi en hlunkaðist af stað í hitanum. Þetta fór allt vel og ég komst heim heilu og höldnu, skreið upp tröppurnar í fínu Brooks skónum mínum og rétt komst inn til Heiðu sem lá bara slök og hálfdormandi að hlusta á hljóðbók. Ég var gjörsamleg búin á því og svitnaði svo rosalega að ég held að rakastigið í Nýju Delhí hafi hreinlega hækkað um 10 prósent, svei mér þá, en indverjarnir sem gláptu svo svakalega á mig hlunkast og skakklappast um garðinn munu sko sjá þennan heimskautabangsa þjóta þarna um næstu daga………………eða þannig sko…:)

Við Heiða vorum bara róleg í morgun, ég auðvitað slefandi af þreytu út af hlaupunum en það var í lagi því það er frí á sunnudögum nema Heiða  fær sprauturnar sínar kvölds og morgna. Hitinn í dag er um 39. gráður og allt of heitt til að vera úti, við heimskautabangsarnir hreinlega bráðnum svo við skelltum okkur í verslunarmiðstöð. Leigubíll sótti okkur um kl. 14. fólkið í lobbíinu hringir fyrir okkur á bíl og þau græja þetta fyrir okkur og segja okkur hvað það kostar vegna þess að bílstjórinn bíður eftir okkur á meðan við erum að stússast og svo hringjum við í hann og hann er mættu að sækja okkur. Í dag vorum við keyrð í mollið og bílstjórinn fékk pening til að leggja í bílastæði og svo bara beið hann slakur á kantinum, svo þegar við vorum búin þá hringdum við og gamli litli góði indverjin hann Ravi kom stuttu seinna og sótti okkur, þetta er þægilegt því maður er bísna óöruggur í svona stórborg, mannamergðin er þvílík að manni bara svimar. Heiða keypti sér peysu því henni er oft svo kalt þegar hún er í sjúkraþjálfun.

Á leiðinni heim sá maður margt sem manni finnst bísna skrítið, fólk býr undir brým og við göturnar, eru með geitur og hunda og það er allt í drasli út um allt, hreint ótrúlegt, allskonar búðir og skransalar…………….magnað að sjá og upplifa en indverjarnir sem við höfum kynnst  eru mjög vingjarnlegir og almennilegir.

Settumst niður á starbucks kaffi og Heiða fékk súkkulaði köku sem rann ljúflega niður með ísköldu vatni.20150419_165410

Við komumst heim án nokkura vandræða og við tók þetta venjulega, Heiða fékk sprautu og hjúkrunarkonurnar bönkuðu á dyrnar ótt og títt og komu með ýmis lyf handa Heiðu, aðallega vítamín og þess háttar. Hringdum í krakkana  og spjölluðum, hún Dóra Mjöll okkar tók þátt í nemendasýningu dansskólans í dag ásamt dansherranum sínum honum Emil og þau svifu um dansgólfið. Mikið söknum við þeirra……..  Barsta nokkuð þreytt eftir daginn og maður lifandi, hitinn þarna úti er svakalegur og enginn vindur, bara mengun. Á morgun fer allt á fullt og ekkert gefið eftir………………….takk fyrir allar kveðjurnar, ástarkveðjur heim á klakann.

Að bíða eftir að leigubíllin sæki okkur, Heiða var góð en ég var að grillast…………..20150419_173117

Heidi and Snorri out…………………..:)

2 thoughts on “Sunnudagurinn 19. april

  1. Sælar elskur, mikið er gaman að lesa bloggið þitt elsku Snorri, mér finnst ég vera að lesa frábæra framhaldssögu, sem skemmtilegur penni skrifar og ég er þegar viss um að hún á eftir að hafa frábæran endi. Knús á ykkur bæði og njótið einnig samverunnar.

  2. Bestu þakkir elsku Ragga………….kærar kveðjur frá Delhí

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *