Sunnudagurinn 26. april. Ennþá hristist jörðin

Sunnudagurinn rann upp og við Heiða kúrðum aðeins lengur, það er frí í dag. Borðuðum morgunmat og þá var bankað á dyrnar og það var Turkey frá Kuwait, hann kom með nýtt brauð handa Heiðu, berja sultu, crossant og smá nammi, hann sagði að Heiða yrði að borða hollann mat, hann nefnilega sá að í gær fékk Heiða sér pizzu og það fannst honum ekki gott. Já hann hefur gott hjarta og dáist að Heiðu og finnst við íslendingarnir vera alveg frábærir og dáist af því hvernig við tökum á veikindum Heiðu og segist geta lært mikið af okkur. Það má með sanni segja að Heiða á marga aðdáendur hér.

Heiða byrjaði  að kvarta um í maganum, miklir verkir, ég lagði hana upp í rúm og við kölluðum á lækninn og þá byrjaði allt að hristast, annar jarðskjálfti, húsið gekk til og frá samt mjög rólega, vá þetta er óþægilegt. Við höfum fylgst vel með atburðunum í Nepal og þetta er svo hræðlegt. Við þurftum að yfirgefa bygginguna í smá stund, fórum út og biðum þar í kannski 30 mín og svo máttum við fara inn. Magaverkir Heiðu liðu smátt og smátt hjá og henni leið betur.

Vorum að spá í að fara nokkur saman að einhverjum turni sem er hér ekki langt frá en hættum við því mannskapurinn var ekki upp á sitt besta. Við Heiða skelltum okkur þá bara í göngutúr með myndavélina að vopni í von um að sjá apana við vatnið, tókum með okkur mangó til að gefa þeim ef þeir væru þar……………..og viti menn, þarnar voru þeir stórir og smáir, mæður með ungana sína, magnað að sjá þá þarna bara 2 m frá okkur.DSC00572DSC00580 Maður vill nú ekki fara of nálægt þeim maður veit aldrei hvernig þeir bregðast við. Mæður með unga gera held ég allt til að vernda þá. Þeir fengu mangó og virtust bara sáttir með það.DSC00584

Þegar við komum til baka þá var okkur tilkynnt að við ættum að fara niður í mótöku því það væri vona á jarðskjálfta kl.20. Bíddu við, ekki vissi ég að hægt væri að spá fyrir um hvenær eða kl. hvað jarðskjálfta væri von. En við fórum niður ásamt öllum hinum og þar biðum við, sátum bara í móttökunni og ég sagði að ef það ætti að vera jarðskjálfti kl.20 þá ættum við ekki að vera hér inni, við ættum að vera út á miðri götu en það kom enginn skjálfti sem betur fer. Fylgdumst með fréttum frá Nepal og hugur okkar er hjá þessu fólki þar sem er að takast á við hræðilega hluti, skelfilegt að fylgjast með þessu. Við erum heppin að þetta var ekki hér.

Netið hefur verið leiðinlegt hér síðustu daga og ég var mikið að reyna að ná í hljóðbók fyrir Heiðu en ekkert gekk, vonandi fer það að lagast. Á morgun er mánudagur og þá fer allt á fullt.

Heidi and Snorri……………….með hugan hjá fólkinu í Nepal

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *