Þriðjudagur 21. april

Komin á fætur um kl. 8, ég svaf ekkert sérstaklega vel, vaknaði í nótt alveg að drepast í vinstri hendi, hvað var í gangi, gamli reif aðeins í lóðin í gær og sennilega bara svona svakalegar harðsperrur í vinstri handlegg……………..hahaha já það má segja að ég sé í frekar lélegu formi en til stendur að bæta það og reyna að koma sér í hlaupaform, stefni á að hlaupa fyrir hana Heiðu mína í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst…………..20 km eða 10 með Heiðu í sérstökum stól………………já já róum okkur og sjáum allavega til. Hún Ina sem er frá Ástrallíu sem er hér með litla drenginn sinn hljóp í Reykjavíkur maraþoninu 2012, magnað , og David maðurinn hennar á bol sem á stendur Sigurrós……….gaman að því.

Heiða fékk sprautur í úlnliðina í morgun og svo var haldið af stað í sjúkraþjálfun, þessi tími var mjög góður og Heiða gekk með lítilli göngugrind og henni gengur betur með hana, Dr. Dipin vill notast við hana framvegis. Hann er mikið að vinna í  hægri hliðini og mjöðmum. Gamli skellti sér á göngubrettið og gekk rösklega á meðan Heiða var að æfa. Gott að hreyfa sig aðeins, nóg er af lýsinu til að brenna………DSC00428 Að sjúkraþjálfun lokinni fórum við upp á jarðhæð og Heiða fékk 2 stofnfrumusprautur í kjálkana.DSC00440 Á fimmtudaginn mun hún sennilega verða sprautuð á augnsvæðinu……………já þetta er spennandi og við höldum í vonina að þetta geti vonandi hjálpað eitthvað. Þeir dæla í hana allskonar vítamínum og fylgjast vel með henni, alltaf að taka blóðþrýsting og súrefnismettun, hún var með einhverja smá sýkingu í maga og tekur nú lyf við  því.

Borðuðum hádegismat og Heiða vildi ólm æfa jafnvægið og skellti sér í skíðaskóna, það gekk svona svakalega vel og það sem meira er er að hún talaði svo mikið á meðan, hún stóð í um 40. mínútur og talaði við mig á meðan og sagði að þetta hefði hún aldrei getað gert áður, þ.e.a.s. staðið sjálf svona langan tíma og talað á meðan og það nokkuð skýrt og hærra enn venjulega, hingað til hefur hún þurft að einbeita sér svo mikið að stöðunni og jafnvæginu að hún hefur ekki geta talað á meðan…………….vá sú var glöð, allt svona veitir svo mikla von og gleði í hjarta………………….bara gott mál. Þetta eru framfarir…:)

Glöð og sæl hélt hún af stað til fundar við Dr. Akshy í iðjuþjálfun, ég hinkra á meðan og reyni að nýta timann að blogga, skrifa pósta og þessháttar……..að iðjuþjálfun lokinni vill Heiða fara á bekkinn og gera magaæfingar, snúa sér á báðar hliðar, mjaðmaæfingar og leggjast á magan og ég teygi framan á lærunum, þetta er góður tími til að æfa meira en þetta venjulega…………já hér er ekkert gefið eftir og hún svo dugleg og hún er alltaf að spyrja Dr. Dipin hvernær hún fari að æfa tvisvar á dag, það kemur að því………..já hér þurfa þeir sko að bretta upp ermar og standa sig því Heidi is in the house………..:)

Sá gamli reimdi á sig hlaupaskóna,  fór í stuttbuxurnar og Reebook bol (skórnir eru Brooks) og hélt af stað í smá skokk túr. Gekk barasta ljómandi vel nema hitinn kannski helst til of hár fyrir gamlan heimskautabangsa en ætti að venjast svona smátt og smátt. Til að komast í garðinn þar sem er ágætt að skokka þarf ég að smeygja mér fimlega framhjá bílum og mótorhjólum sem koma úr öllum áttum með tilheyrandi flautublæstri, passa að rekast ekki á hundana sem eru hér um allt, hér þarf að vera með hugan við efnið til að komast þangað sem maður vill heilu og höldnu. Ég vissi að það væru apar í garðinum sem spíspora þar lausir og einnig páfuglar, vonaðist til að sjá apana og viti menn það var ekki hægt að þverfóta fyrir öpum, þarna voru þeir bara spakir og slakir á kantinum eitthvað að væblast um og voru ekkert sérstaklega að kippa sér upp við það að það væri komin íslendingur að skakklappast þarna um………………vá hvað þetta er mikil upplifun, veit ekki hvaða tegund þetta er en þeir eru litlir og það voru ungar um allt, þetta er sennilega einhver apategund………………..hahahaha  og svo þegar ég var komin í gegnum apa hrúguna þá mætti ég geit sem var eitthvað að dandalast þarna meðal fólksins…………………það held ég nú, hvað næst……………..skemmtilegt skokk og ég komst heilu og höldnu í hús auðvitað lafmóður og blés eins og hvalur. Heiða skildi ekkert í því hvað ég var lengi, hún var slök á meðan að hlusta á hljóðbók, nú ég sagðist hafa hitt hina apana og einnig geit og þá hélt hún að ég væri komin með sólsting…………………..jæja bræður og systur, Heiðan og Selurinn eru sátt við daginn sem gekk vel……………….nú er það koddinn sem kallar.

Heidi and Mr. Seal……………..over and out…:)

DSC00435

8 thoughts on “Þriðjudagur 21. april

  1. Gaman að sjá hvað þetta gengur vel 🙂 Kv. Ólöf

  2. Kærar þakkir og hér biðja allir að heilsa ykkur…….:)

  3. Það er svo ómetanlegt að fá að fylgjast svona náið með ykkur, mig hlakkar alltaf til að lesa nýjasta bloggið og yndislegt að sjá hvað allt gengur vel. Alltaf sama baráttan í Heiðu minni, óstöðvandi dugnaður eins og alltaf! Knús og koss til ykkar frá Spáni ❤

  4. Hehe vá hvað ég hefði viljað sjá svipinn á þér þegar geitin birtist 😀 Svo skemmtilegar frásagnir hjá þér 🙂 Bestu kveðjur frá síðasta vetrardegi hér á klakanum

  5. Gaman að lesa bloggið þitt Snorri 🙂 Gangi ykkur vel

  6. Bestu þakkir Hafdís………..kærkeikskveðjur til þín:)

  7. Elsku Lilja, kærar þakkir, við reynum okkar besta og reynum að hafa gaman, þýðir lítið annað. Bestu kveðjur til ykkar á Spáni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *