Þriðjudagurinn 28. April

Þriðjudagur og við búin að vera hér í rétt rúmar 2. Vikur…………….ok c.a. 6 vikur eftir…………já sæll.

Vöknuðum eins og vanalega um kl. 8 og Heiða skilur ekkert í mér afhverju ég sef ekki til kl. 9 en mér finnst gott að eiga þennan tíma á morgnana í ró og næði, eða næði ég veit ekki , hjúkkurnar eru byrjaðar með innrás um kl. 9. Þær eru mjög vingjarnlegar og góðar við okkur. Morgunmaturinn er ristað brauð og ommeletta, ég hita mér alltaf smá kaffi, þetta tekur allt sinn tíma og Heiða mín er lengi að borða. Heiða fær sínar reglulegu stofnfrumu sprautur í handleggi og svo er tími hjá Dr. Dipin kl. 11.45. Tíminn gengur bara vel og verið að vinna í þessu sama þ.e.a.s. stöðu og þyngdarflutning í göngu. Engar framfarir þar en allt svona á góðri leið.20150429_122123 Ég hlunkaðist á göngubrettinu, er ekkert að hlaupa á því, þarf að passa á mér bakið sem hefur svoldið verið að angra mig, krónískir bakverkir hafa plagað mig í um 20 ár, verð að halda mér í standi svo ég geti annast ástina mína. Reyni að teygja vel. Brjósklosið er aðeins að trufa mig.

Matartíminn komin og við hendumst upp og nærumst aðeins og svo aftur niður því nú fer Heiða tvisvar sinnum á dag í sjúkraþjálfun. Þessi tími er aðeins styttri og nú er reynt að styrkja aftanverða lærvöðvana, það er lítil kraftur í þeim og Heiða á mjög erfitt með að stjórna þeim svo eru einnig gerðar styrktar og teygju æfingar á höndum, tímarnir eftir hádegi munu sennilega fara í þessar æfingar. Þegar tíminn er búin þá er bara hálftími í iðjuþjálfun og það tekur því ekki að fara upp þannig að við förum á bekkinn og æfum magann. Iðjuþjálfun gekk sinn vana gang og Heiðu gengur bara nokkuð vel að lesa. Að iðjuþjálfun lokinni fórum við aftur á bekkinn og nú gerðum við æfinar fyrir aftanverða lærvöðvana og einnig teygjur.  Að þessu búnu fórum við aðeins út í sólina og slökuðum á í hitanum og vá, hitinn er rosalegur, það eru bara 39 til 40 gráður alla daga. Ég fékk mér kókoshnetusafa, þetta eru grænar kókoshnetur og inn í þeim er kókossafi ekki kókosmjólk.DSC00626 Það er maður hér fyrir utan alla daga með vagn og er að selja svona og vatnsmelónur ofl. Hann sker gat og svo fæ ég rör, þetta á að vera alveg svakalega hollt en er ekkert sérstaklega gott, Heiða vill ekki sjá þetta og nánast spítti þessu framan í mig þegar ég gaf henni að smakka…….hehehehe. Þegar sólin var búin að mýkja alla vöðva og svitinn farin að leka um allt þannig að niðuföllin höfðu vart undan var kominn tími að fara inn.

Kvöldið fór í að baða og svona almenn þrif á heimilisfólkinu í herbergi 207 (okkar herbergi) og svo var kókosolían tekin upp og Heiða fékk nudd, málið er að við hittum mann um daginn í garðinu og hann var að spyrja út í Heiðu og sagði að ég ætti að nudda hana á ákveðin hátt, nudda hrigg súluna,  hann sýndi mér hvernig og nuddaði mig þarna á staðnum og sagði okkur að kaupa kókoshnetu olíu og nudda Heiðu svona og líklega innann 30 daga væri hún farin að hlaupa út um allt…………….,,já komdu nú sæll og blessaður gamli, bara verið að smíða geimflaugar‘‘…………..og auðvitað komum við við á leiðinni heim og keyptum heila tunnu af olíu af bestu gerð og nú verður Heiðan nudduð á hverju kvöldi, auðvitað er allt svona nudd af hinu góðr og getur kannski aukið blóðflæðið. Ég væri hinsvegar alveg til í að læra að nudda.

Heiða hlustaði á hljóðbók………..,, á vængjum ástarinar´´ en ég hinsvegar horfði á einn þátt af Banshee, hörku þættir. Góða nótt kæru vinir………….zzzzzz

 

Heidi and Snorri………….don´t stop believin…..

4 thoughts on “Þriðjudagurinn 28. April

  1. Ég er búin að fylgjast með blogginu síðan þið fóruð út og mátti til með að kasta á ykkur kveðju. Skemmtilega skrifað og gaman að fá að fylgjast með.
    Sendi ykkur ljós og orku. Áfram þið! 🙂

  2. Byrja alltaf á því að fara inn á morgnana og athuga hvort það sé komin inn nýr pistill frá ykkur:) Isss 6 vikurnar verða fljótar að líða :))) Gott að sjá að það gengur vel… 🙂

  3. Elsku Katla, bestu þakkir fyrir kveðjuna og takk fyrir ljósið og orkuna.

    Bestu kveðjur til þín…:)

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *