Vesenið í Danmörku

DSC00322Komum til Danmerkur eftir gott flug. Frænka hennar Heiðu hún Kristjana hafði uppfært sætin okkar og við vorum sett á sagaclass og mikið erum við þakklát henni Kristjönu fyrir þetta. Vinkona hennar hún Herdís var að vinna og kom og færði henni smá gjöf og fyldi henni inn í vél og kvaddi hana með tárum. Heiða svaf að mestu á leiðinni og flestir aðrir gátu nú ekki sofið út af hrotunum í henni…..hahaha. Það var tekið vel á ´móti okkur og okkur fylgt að hliðinu fyrir næsta flugDSC00323 til Dubai……………………….þá hófst fjörið (eða þannig). Mr. Hreidarsson……….you dont have visa to India………….you are not going anywere……………já sæll og hvað nú. Vá þetta var hrikalegt sjokk, Heiða sat í stólnum sínum og áttaði sig ekkert fyrr en ég sagði henni hvað væri í gangi. Næsta skref var að stoppa töskunar og stólinn hennar Heiðu svo það færi ekki allt til Dubai. Allt í veseni og ég hreinlega vissi ekkert hvað ég gæti gert………..en ég er með símanúmer í símanum mínu hjá Jóa, hann vinnur hjá utanríkisráðuneytinu giftur frænku Heiðu. Jói setti allt í gang og Sérsveit Heiðu hringdi mikilvæg símtöl og kippti í spotta hér og þar. Okkur er vísað í setustofu og okkur sagt að nú þyrfti að finna töskunar og stólinn. Sérsveitarmaður nr.1 (jói bond) beitti sínum bestu brögðum og allt í einu fengum við símtal frá sendiráði Indlands á Íslandi og okkur sagt að við þyrftum að fara sem fyrst í sendiráð Indlands í Kaupmannahöfn, við gátum ekki farið strax, fyrst þyrfti að finna töskunar og stólinn. Við biðum í svoldin tíma og svo kom yndisleg kona og sagði að nú færum við að sækja töskunar. Töskunar áttu að vera á ákveðnu færibandi og við fórum þangað og biðum eftir þeim……………….og biðum og biðum, engar töskur komu og engin stóll, vá ég var í sjokki, geggjað töskunar farnar og stóllinn hennar Heiðu……….úpps vesen. Aðstoðarmaðurinn kemur og segir að farangurinn okkar sé hér einhversstaða, við fórum að leita og viti menn töskunar okkar voru bara bak við næstu súlu þar sem við biðum við færibandið, mikið vorum við fegin.

Nú þurftum við sko að drífa okkur að ná í leigubíl en helst að geyma töskunar einhverstaðar og aðstoðarmaðurinn fylgdi okkur á eitthvað bílastæði þar sem hægt var að geyma í skápum, við hlupum af stað en auðvitað voru þessir skápar eitthvað bilaðir og skápurinn okkar opnaðist alltaf aftur og aftur og ég að fríka út og hjartað á góðri leið með að slá öll hraðamet, sem betur fer fann ég loksins skáp sem lokaðist og svo var hlaupið af stað og allt sett í botn og hjólastóllinn settur í rallý gír, aðstoðarmaðurinn hafði ekkert í okkur Heiðu á hlaupunum.
Þegar við vorum ný lögð af stað með leigubíl þá var hringt í mig frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn og spurt hvar við værum það væri verið að bíða eftir okkur og ég sagði að við værum bara alveg að koma, kannski 20 mín. Það var auðvitað lygi hjá mér því leigubílstjórinn ætlaði aldrei að finna þetta en loksins komum við.
Við komum inn í gamalt hús og ungur maður tekur á móti okkur og við setjumst niður og fórum yfir málin. Þarna vorum við í um 2 klukkutíma að fylla út allskonar, segja hvað feður okkar og mæður hefðu fæðst og hvað þau gera, ég sagði að móðir mín hefði dáið 1984 en það skipti ekki máli allt þarf að fara í skýrsluna þannig að ég sagði að hún væri hætt að vinna……………og hugsaði, já hvert er ég komin eru ekki allir léttir…………………..
Leigubílstjorinn beið fyrir utan en ég fór til hans og sagði að þetta gæti tekið langann tíma en hann sagðist bíða og var ekki með mælinn í gangi.Það var alveg gott fyrir hann að fá túrin til baka á flugvöllinn.
Jæja nú var allt að verða klárt og þá er ég spurður hvernig ég ætlaði að borga þetta, ég sagðist vera með visa kort og debet kort og einnig eitthvað af dollurum, nei það gekk ekki upp þeir tóku ekki við neinum kortum nema dönskum kortum og tóku ekki við reiðufé……………og nu hélt ég að Auðunn Blöndal myndi birtast og segja…..” Tekinn” . Ég sagði við þá hvernig í ösköpum ætti ég að borga þeim þeir tækju ekki við neinum peningum, allir taka við dollurum, ég sá fyrir mér að ég og Heiða þyrftum að vera hjá þeim í nokkra daga og vinna fyrir þessu, vaska upp, slá blettin………..þvílík vittleysa ég bara gat ekki borgað þeim…………heyrðu bíddu, leigubílstjórinn er út að bíða, ég stökk til hans og skýrði út hvað væri í gangi og hvort hann gæti verið svo góður að lána okkur, hann brást vel við og vildi hjálpa okkur en hann var bara með peninga og jú bíddu við…………Indverja skrattarnir taka ekki við reiðufé………arrrrrgggggg. Ég sagði við þá að hætta þessari vittleysu og leysa þetta mál, þá var hringt í einhvern yfirmann og hann kom og þeir sættust við að taka við dollurum, hjúkk……en ég var bara ekki með nóg……..auðvitað hvað annað ég meina það hafði ekkert gengið upp þennan dag og allt var einhvernveginn á móti okkur………….en danir eru frændur okkar og auðvitað hjálpa þeir sínum minnstu bræðrum og Besti leiðubílstjóri í heimi reddaði því sem upp á vantaði, þvílík heppni, jæja nú fór að birta til í stressuðu hjörtum okkar Heiðu.
Viljið þið ekki kaffi, er spurt og ég og leigubílstjórinn litum á hvorn annan og vorum greinilega að hugsa að sama, nei ætli það sé ekki best að drífa sig, það er ekki hlustað á það heldur er hellt í fjóra bolla og ég spurði hvort þetta væri kannsi siður hjá þeim að drekka saman kaffi eftir svona reddingar, nei bara smá kaffi á meðan við bíðum eftir sendiherranum þar sem hann er með aðgang að kerfinu svo þetta fari rétta leið. Þannig að þetta var ekki búið strax, við biðum í dágóða stund og alltaf var greýið leigubílstjórinn með okkur. Ég spurði hvort biðin yrði löng eftir aðalmanninum þá var mér sagt að hann væri veikur heima en myndi samt koma og bjarga þessum vesælu íslendingum sem höfðu ekki haft vit á því að vera með visa. Sérsveitarmaður nr 1 (jói bond) reddaði þessu öllu, mikið vorum við heppin.
Jæja aðalmaðurinn kom og þá small allt saman og við komin með visa, við þökkuðum fyrir okkur, þeir voru alveg yndislegir við okkur og gerðu allt fyrir okkur. Takk fyrir okkur Sendiráð Indlands í Danmörku. DSC00328
Leigubílstjorin keyrði okkur á Hilton hótel sem er við flugvöllin og sagðist aldrei á sínum 25 ára ferli lent í öðru eins, hann hélt að hann væri í skets með monty phyton……….sagðist aldrei gleyma þessu og óskaði okkur alls hins besta, við greiddum honum skuldina og svolítið extra fyrir vesenið og björgunina, ef hann hefði ekki beðið eftir okkur fyrir utan sendiráðið þá veit ég ekki hvernig hefði farið.
Dagur að kveldi kominn og mikið var gott að komast upp á hótelherbergi, ég fékk nú vægt taugaáfall þegar þangað var komið, mikið spennufall. Við tóku hringingar við að redda flugi daginn eftir og var elskuleg tengdamóðir mín búin að hringja út af því og skýra út vesenið okkar. Allt hafðist þetta að lokum og ég fékk sms frá henni Þórdísi frá icelandair um morgunin að hún væri búin að redda öllu, það er nefnilega öðruvísi að ferðast þegar þú ert með manneskju í hjólastól, það þarf að vera aðstoð alla leið og það var ekkert á hreinu með það hjá ferðaskrifstofuni Vita þar sem við keyptum allt flugið, þeir áttu erfitt með að græja að en hún Þórdís reddaði því öllu, hún er meðlimur sérsveitar Heiðu. Takk Þórdís.
Við náðum að sofa svoldið og hvíla lúin bein eftir erfiði dagsins, daginn eftir var langt flug framundan til Dubai og nú vorum við með visa, von og vilja í hjarta að vopni og höldum áfram veginn.

kærleiks kveðjur

Heiða og Snorri

11 thoughts on “Vesenið í Danmörku

 1. Jæja, vá! Ég var bara kominn með hækkaðann blóðþrýsting við að lesa þetta 🙂 En það eru sannarlega englar sem fylgja ykkur og við segjum bara “Fall er fararheill” 🙂 Er með hugann hjá ykkur alla daga og finnst svo gott að heyra frá ykkur hér á netinu. Knús til Indlands og sendi bara góða strauma til ykkar. Gangi ykkur vel!
  Sirrý

 2. Úfff þetta hefur verið rosalegt! Lifði mig alveg inn í þessa sögu. Mikið er gott hve vel þetta endaði. Ég kíki mörgum sinnum inn á dag til að fá fréttir 🙂 Hlakka svo til að fylgjast með ykkur elsku vinir. Vona svo heitt og innilega að allt gangi vel 🙂 Knús frá Keflavík :***

 3. ja héééérna…! þetta var nú meiri sketsinn… en allt er gott sem endar vel og hægt að hlæja að þessu eftirá… 🙂 hugsa til ykkar <3

 4. eins gott að þetta hafðist eftir allt vesenið, vonandi gegnur þetta betur á æsta legg
  gangi ykkur ofboðslega vel 😀

 5. Þið eruð hetjur – ég dáist að ykkur báðum tveim – kveðja frá einni sem fylgist með hjartnæma ferðalaginu ykkar La Vita É Bella

 6. Vá þetta er rosalegt! Gangi ykkur sem allra best! Fall er fararheill og allt það 🙂

 7. Þetta hefur verið stressandi hjá ykkur, en gott að þið lentuð hjá þessum frábæra leigubílstjóra 🙂 hann tekur örugglega aldrei aftur Íslendinga í bílinn sinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *