Fimmtudagurinn 14. maí………….ævintýri á nuddstofunni

Góðan dag öll, hér skín sólin skært og við Heiða förum á fætur eins og venjulega um kl. 8. Í dag  verður Heiða sprautuð með stofnfrumum í augu, kjálka, axlir, hnúa og hendur. En áður en það geriðst skutlum við morgunmatnum í okkur og förum í sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfunin gekk ljómandi vel í dag, Heiða bara góð í hægri hendi og gekk mjög vel að ýta grindinni á undan sér. Gangan gekk vel og er stöðug. Það er svo mikill munur ef hún getur haft þugan meira á fótunum í stað handa, ef þunginn er mikill á höndum þá þreytist hún fljótt. Hún er aðeins að liðkast í mjöðmum. Góður tími hjá henni í dag.

Við förum upp í mat og svo þarf að hendast í gallan áður en hún er sótt í sprauturnar. Gallinn klár og hárnetið komið á sinn stað. Við bíðum í rólegheitum, þeim seinkar eitthvað og ég sé að seinni tíminn í sjúkraþjálfun næst ekki og ekki víst með iðjuþjálfun. Jæja loksins koma þeir með börunar og fara með hana upp.

Heiða kemur svo niður aftur með leppa fyrir augunum sem hún þarf að hafa í um 30. mín. Við förum svo niður í iðjuþjálfun þó að við séum allt of sein.

Nú var komið að því að græja sig fyrir nuddtímann sem við pöntuðum á þriðjudaginn. Mjög spennt og klár í slaginn örkum við af stað í hitanum. Þegar við komum þá tek ég eftir því að eigandi nuddstofunar var búin að græja smá ramp fyrir Heiðu, var búin að taka upp hellur og gera halla og steypa smá, vá flott hjá honum, en svo voru 8 þrep en takk samt.  Það er tekið vel á móti okkur og læknir spyr okkur um ástand Heiðu og hvað hefði komið fyrir. Við fórum yfir málin en ég tjái honum það að við viljum bara fá svona róandi og slökunar nudd, ok ekkert mál. Nú komu fjórar konur og sóttu Heiðu og ég hjálpaði þeim með hana á bekkin og þær byrjuðu að tína af henni spjarirnar, frekar fyndið og Heiða byrjaði að hlæja. Jæja mér er vísað út og hurðinni læst. Ég spyr um nuddið mitt en einhver miskilningur á ferðinni, ég bókaði víst bara fyrir Heiðu svo ég sest bara niður, en þá kemur eigandinn og segir að ég geti fengið nudd þar sem einhver sem átti pantað mætir ekki, júhú frábært.  Til mín kemur ungur maður og vísar mér inn í nuddherbergið, þarna er stór trébekkur klæddur leðri, baðherbergi og einhverskonar skápur með einhverju gati á toppnum. Jæja gamli afklæddist og stóð fyrir framan unga manninn spenntur að fá nudd ´þá benti hann mér að ég þyrfti úr nærbuxunum líka…………….já sæll, ok en ég held að ég hafi ekki borgað fyrir þannig……………….jú nó………………áður en ég klæði mig úr þá bindur hann utan um mig eitthvað band og að framanverðu lafir leppur niður og þegar ég klæddi mig úr nærbuxunum á náði hann í enda á leppnum og tók hann í gegnum klofið á mér og batt upp, ja´sko kallinn, þarna var ég komin í þessa flottu skýlu…………….hahaha, frekar fyndið. Ég settist svo á stól fyrir framan unga manninn, bara á nýju flottu skýlunni og hann byrjar að nudda á mér höfuðuð, fram og til baka með einhverskonar olíu. Aðfarirnar voru svo svakalegar og þegar hann byrjaði að banka í skallann á mér með ógulegum látum þannig að ég var við það að fá heilahristing gat ég ekki annað en hugsað hvert ég væri komin. Annar ungur maður kemur inn og minn maður heldur áfram að hamast á skallanum  á mér , allt eftir kúnstarinar reglum og hann segir mér að þetta sé yfir 2000 ára gömul nudd aðferð, ok örugglega miklu lengra síðan menn fóru að berja hvorn annan í höfuðuð, en hvað um það. Næst var komið að því að leggjast á bekkinn, jæja nú hlakkaði mig til að fá gott slökunarnudd að hætti indverja. Ég leggst á bakið í fínu skýlunni minni og þeir hella yfir mig volgri olíu og voru sko ekkert að spara hana, rólegir á olíunni maður. Þeir hefjast handa að nudda þreyttan skrokkinn á gamla manninum, hvað var þetta, þetta voru svona strokur frekar en nudd og þarna hömuðust þeir alveg í takt og olían var svo mikil að ég gekk fram og til baka þarna á bekknum. Ekki laust við að ég hafi skellt upp úr og var hugsað til Heiðu í hinu herberginu, hvernig gengi hjá hennni.  ,, Turn´´ og ég sný mér við á magann, jæja nú var komið að því hugsaði ég, gott djúpt nudd á bakið það er eitthvað fyrir bakveika manninn. Olíunni er hellt yfir mig og þykir mér nóg um og félagarnir byrja alveg í takt að strjúka mér fram og til baka frá toppi til táar, um tíma hélt ég að þeir væru fjórir lætin voru svo mikil og ég átti í mesta basli með að halda mér á bekknum en náði taki þannig að ég hélt mér. Hvað andskotans strokur eru þetta maður, á ekki að nudda mig eða hvað. Svo byrja þeir að hamast á andlitinu á mér þannig að kinnarnar hentust upp og niður og kjálkinn við það að fara úr lið………………hverlags fíflaskapur er þetta, en ég ákvað að reyna að vera með opin huga og að þessi 2000 ára lækningar aðferð hlyti nú að gera sitt gagn. Allt í einu hrökk ég við, ég heyrði þessi svakalegu hlátrarsköll í hinu herberginu og þekkti hláturinn strax…………..eitthvað var að gerast hinum megin við vegginn, Heiða hló svo svakalega og ég gat allveg ímyndað mér afhverju en hafði smá áhyggjur hvernig hvernig þær færu með hana. Ég spurði strákana hvort það væri ekki allt í lagi með Heiðu og þeir sögðu að svo væri. Jæja, strokurnar héldu áfram og ég orðinn úrkulavona um almennilegt nudd. Mér er sagt að standa upp, já vá ég var næstum búin að renna á rassgatið út af allri olíunni maður, ungi maðurinn rétt náði að grípa mig…………….hahah meira ruglið maður. Þá opnar hann skápinn með gatinu og segir mér að stíga þar inn og fá mér sæti og þá fattaði ég, þetta var svona sána skápur og ég settist inn og skápnum var lokað og höfuðið eitt stóð upp úr……………….og nú sprakk ég úr hlátri og var hugsað til Ólafs Ragnars í Dagvaktinni þegar hann festist í ferða sánunni, þetta var svona svipað. Mig langaði að spyrja hvort ég gæti ekki fengið einn ís kaldan á kantinn…… ég sat þarna í góða stund og svo fór ég í sturtu. Vá þetta var reynsla og ég hafði gaman að þessu þó svo að þetta hafi ekki verið það sem við stefndum að. Þegar ég kom fram þá sat Heiða í stólnum sínum og ég spurði hvernig var og hún bara glotti. Konurnar struku henni lika, lítið um nudd, þær klæddu hana út öllum fötunum og Heiða var alltaf að springa úr hlátri. Okkur er hjálpað niður og þegar við erum komin út á götu þá standa allir starfsmennirnir í dyragættini og vinka okkur með bros á vör og við héldum heim öll löðrandi í oliu frá toppi til táar og skellihlógum að þessu öllu saman. Við sluppum við heilahristing og komumst heil heim. Gleymdi myndavélinni……………….argggg.

Kvöldið fór að mestu í olíu þrif úr hári Heiðu með tilheyrandi þvotti……………….og við skemmtum okkur yfir þessu.

Nudddagurinn  á enda komin og ævintýri morgundagsins bíða…………..

Heidi and Snorri………………slaka á eftir olíunudd dagsins

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *