Fimmtudagurinn 21.maí……………….vesen………..

Rólegt í herbergi 106, Heiða fer ekki í sjúkraþjálfun í dag, þar sem hún er með legg í mænuni. En við förum enga síður á fætur en Heiða á að fá stofnfrumur í mænuna þrisvarsinnu í dag á 2 tíma fresti, 5 ml í einu.

Við fáum okkur að borða og svo fer fyrsti skammturinn í hana og þá þarf hún að liggja fyrir. Þetta eru langir og frekar leiðinlegir dagar en við reynum að láta tímann líða. Vitum ekki alveg hvort hún verður með legginn í 3 eða 5 daga, kemur í ljós á morgun.  Heiða hlustar á hljóðbækur og ég stússast í hinu og þessu og ef internetið er ílagi þá er hægt að stússast hitt og þetta og m.a. hringdi Sirrý til okkar.

Ég skaust aðeins út svona til að ná í helstu nauðsynjar…………..tómatsósu, ost og allskonar……..fór í búð hérna ekki svo langt frá, svona litla kjörbúð með litlu úrvali en ég fann svona það helsta sem okkur vantaði og svo þegar ég kom að kassanum til að borga þá var enga poka að fá, fólk þarf að koma með poka með sér eða eitthvað til taka vörunar heim. Þar sem ég var að versla alveg slatta þá lenti ég í vandræðum, byrjaði að troða í vasana eins og ég gat og taka bolin upp og setja þar þannig að bumban stóð út í loftið, nei þetta var ekki alveg að ganga, tróð innan á buxunar, ekki heldur að ganga, frekar fyndið að vera með stóra tómansósu flösku í klofinu og ganga um Delhi borg svoleiðis, hefði sennilega verið stoppaður……………þá sá ég að fólk setti grænmetið og ávextina í svona litla netapoka, og ég safnaði nokkrum svona netapokum sem ég fann og setti vörunar í þá, já gamli seigur. Ég gekk af stað heim klyfjaður netapokum sem var frekar erfitt að halda á og ekki nóg með það að þeir fóru að rifna…………….arrrggggg vesen en ég einhvernvegin gat bjargað því með allskonar skrýtnum líkamshreyfingum og svo……………………………..sko, ég hef verið frekar slæmur í maganum síðustu daga eða þannig, ekki illt en einhvernvegin svona ónot og þarf að fara frekar oft á dolluna og auðvitað þegar ég er að labba heim á leið klyfjaður vörum í rifnum netapokum, og vörunar svona við það að dreifast um allt þá þurfti ég á dollu skrattann…………………..og þá auðvitað fer göngulagið að breytast og ekki alveg hægt að hlaupa heim hlaðinn tómatsósu, ostum og blautþurrkum, gott að hafa blautþurrkur í netapokanum svona í neyð ef þyrfti. Jæja, fólk var farið að horfa mikið á mig og þetta einkennilega göngulag, rasskinnarnar alveg hertar í botna og einhvernvegin allir vöðvar að reyna sitt besta og ég einhvernvegin náði að liðast um göturnar með einkennilegum hreyfingum, það mátti bara ekki gerast að ég skiti í brækurna þarna á miðri götunni, ég var farin að svitna ferlega. Ég var í raun ekki að trúa þessu að ég myndi missa allt í brækurna þarna á leiðinni heim en sem betur fer þá með viljan og vonina að vopni komst ég heim og inn í herbergi 106 og sjaldan verið eins fegin að sjá klósett, þetta líka fallega og flotta klósett……………Gustafsberg…………DSC01048

Góður ertu Gustafs berg

Gott er þig að brúka

Gleypir þú ég í gríð og erg

Geysi stóra kúka……………..(.Höf. veit ekki)

Heiða auðvitað hló af þessu svo hátt að hjúkkurna þurstu inn til að athuga hvað væri eiginlega í gangi og auðvitað var hurðinn á baðherberginu opinn og þarna sat ég með buxurna á hælunum kófsveittur að drulla í klósettið, ég auðvitað hoppaði upp til að teygja mig í hurðina og þá auðvitað lak allt niðu lærin á mér…………..já blautþurrkunar sem ég keypti komu sér vel…………….og auðvitað hló Heiða enn meira að þessu öllu saman, og hjúkkurnar flissuðu á leiðinni út.  Meira ruglið endalaust en hvað getur maður sagt, ég bara reyni mitt besta…….( að missa ekki í brækurnar)

Kvöldið fór svona að mestu í þrif á öðrum íbúanum á 106 og Heiða hlustaði spennt á hljóðbók og ég fylgdist með Mr. Hood í bænum Banshee takast á við glæpamenn og sitt eigið líf. Ólafur Darri kom fram í þessum þætti og var ekkert smá góður, hann lék frekar ógeðfeldan mann sem þurfti að lúta í lægra haldi og var drepin í lok þáttarins.

Góða nótt kæru vinir…………….og áfram Ísland…….12 stig

Heid and Snorri………………..Leysa vind…………

6 thoughts on “Fimmtudagurinn 21.maí……………….vesen………..

  1. Þađ er bara fjör í Dehli….kostulegur penni frændi. Góđa helgi ♡

  2. Takk fyrir gott hláturskast Snorri. Þetta var snilld, sá þetta alveg fyrir mér á meðan ég las bloggið 🙂

  3. Vonandi lengir hláturinn lífið, gerir það allavega skemmtilegra…….

    Bestu kveðjur

  4. Hahaha fràbær pistiill ;))) las hann upphátt og frussaði á símann minn 😉
    Knús á ykkur ❤️

  5. Þú ert bara frábær Snorri, takk yndislega fyrir að deila þessu með okkur, gaman að fá að fylgjast med því sem gengur vel og því sem ekki gengur svo vel 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *