Fimmtudagurinn 28.maí

Heiða var eitthvað utan við sig í sjúkraþjálfun í morgun, gekk ekkert sérlega vel að ganga  var öll skökk og snúin. Var ekki alveg í standi. En eins og segir einhversstaðar ,, eftir höfðinu dansa limirnir´´ . Seinni tíminn gekk miklu betur og eiginlega alveg svaka vel. Þá gekk hún flott og við þurftum ekkert að gera, hún bara greip um grindina og gekk af stað eins og ekkert væri sjálfsagðara. Já flott hjá henni. Það má nefnilega passa sig að vera ekki vonsvikin þó að það gangi ekki alltaf vel, þannig er það bara alltaf, stundum gengur vel og stundum ekki og það er nú bara þannig.

Við æfðum á bekknum eins og vanalega og í lok dagsins fór ég á brettið, lofkælingin var biluð og hitinn ægilegur maður, brettið var orðið ansi blautt af svitanum af gamla garminum og hreinlega bara hált…………..væri laglegt ef ég myndi renna til í eigin svita á brettinu  það yrði nú eitthvað….hahahaha.

Heiða svoldið að kvarta í hægri hendi, spasmin að angra hana og kannski gæti þetta einnig verið vöðvabólga. Þá er bara að nudda gömlu,  lagast oft aðeins við það.

Hitinn er ekkert að lækka og litið farið út. Ætlum aðeins út á morgun, svona áður en Heiðan fær mænulegg.

Kærar kveðjur og við minnum fólk á að Styrktarfélag Heiðu Hannesar er komið á hlaupstyrkur.is og þar er Team Heiða. Endilega skráið ykkur þið sem viljið vera með……:)

Heidi and Dolli……………….hlusta á Dollý og Kenny

Þetta er klassískt……………

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *