Fimmtudagurinn 30. April…………..Jólasveinninn frá Kuwait

Vá…………flautin út götu maður………..já borgin er sko vöknuð, flautu consert í c dúr hljómar og hitinn á hraðri leið með að slá öll met, stefnir í 40+……….jæja nýr dagur og ný ævintýr í Delhí borg.

Vekjara klukkan fær ekki að syngja sitt lag því ég kem í veg fyrir það og Heiða sem sefur í svo miklu betra rúmi en ég teygir úr sér og bíður góðan dag. Við á fætur og morgunmats maðurinn bankar á dyrnar og færir okkur morgunmat. Dagurinn í dag bara venjulegur, svona þannig, ekkert sérstakt í gangi nema Heiða á að fá sprautur í kjálkana, háls og æð. Hjúkkurnar koma í röðum og hreingerningarfólkið vill endilega þrífa. Gott mál og við undirbúum okkur fyrir tímann í sjúkraþjálfun en fyrst lesum við nokkur orð. Áður en við förum í sjúkraþjálfun komum við við í sprautuherberginu og Heiða fær stofnfrumurnar sínar og einnig í augu og nef.

Sjúkraþjálfun gekk vel, ekki alveg eins vel og í gær en samt vel. Dr. Dipin lét Heiðu núna stíga upp þrep, hún þarf að reyna að lyfta fótunum aðeins betur. Ég gekk rösklega á hlaupabrettinu ( göngubrettinu ) og rafmagnið var alltaf að fara af og ég gekk og gekk og svo þegar rafmagnið fór af þá gekk ég næstum yfir brettið, það stoppar svo fljótt…..hehehehe…..

Þegar við komun upp í hádegismat þá er bankað og viti menn það er Turkey frá Kuwait með gjafir, hann er alveg yndislegur og ég kalla hann núna Jólasveinin frá Kuwait. Hann langar svo að færa okkur gjafir því fyrir honum erum við fyrirmyndir. Hann færði okkur svona hálspúða og svona til að setja fyrir augun…( veit ekki hvað þetta er kallað). Já hann er svo sannarlega fyndin og mikið er hann góður við okkur og þeim finnst harðfiskurinn sem ég er með alveg svaka góður.DSC00654

Við borðuðum í flýti og svo þustum við aftur niður í seinni tímann í sjúkraþjálfun. Svo var það bekkurinn og magaæfingar gerðar þangað til iðjuþjálfun byrjaði.  Þegar iðjuþjálfun var búin héldum við áfram okkar æfingum og svo fórum við aðeins út í sólina, sátum þar  í smá stund og ég mundaði Sony myndavélina og reyndi að finna gott myndefni……………..DSC00649 eða þangað til að Heiða kvartaði yfir hita……………það gerist sko ekki oft að hún kvarti undan hita, ég fékk mér kokossafa og svo fórum við upp, hittum Dr. Geetu á leiðinn og ég sýndi henni videó af Heiðu þar sem hún var að borða, Heiða á svo erfitt með að borða, spasmin tekur öll völd þegar hún byrjar að tyggja, alveg ferlegt. Já það er margt sem hún Heiða min er að glíma við og hreint ótrúlegt hvað hún tekur þessu öllu með jafnaðargeði, mér finnst það allavega algjörlega ótrúlegt hvað hún er sterk með eindæmum. Vildi að ég væri svona sterkur. Hún er engum lík þessi elska.

Þegar við komum upp þá fór Heiða að hlusta aðeins á hljóðbók og ég fór aðeins að stússast í tölvupóstum og sinna fyrirtækinu. Þarf að græja styrktarsjóðinn fyrir maraþonið í ágúst. Mig langar svo að hlaupa fyrir Heiðu en er pínu áhyggjufullur út af þessu blessaða baki mínu sem heldum mér uppi en það kemur allt í ljós.

Kvöldið var rólegt hjá okkur, Ína frá Ástralíu kíkti aðeins, þau verða hér í svipaðan tíma og við. Við erum aðeins að leika okkur á Spotify að hlusta á tónlist. Jæja það þarf víst að hvílast fyrir verkefni morgundagsins……..

Heidi and Snorri…………….Forever Young (allavega Heiða)……;)

One thought on “Fimmtudagurinn 30. April…………..Jólasveinninn frá Kuwait

  1. yndislegt að fylgjast með ykkur þarna, ég vona svo sannarlega að Heiða nái einhverjum bata
    kv frá Spáni ( Keflavíkur mær)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *