Föstudagurinn 1. maí………..til hamingju verkafólk

Góðan og blessaðan daginn, 1. Maí í dag og ég segi við Heiðu ,, jæja bara 40 dagar eftir´´.

Við förum á fætur, gluggatjöldin dreginn frá og það er bjart og sólin skín og hitastigið í dag fer líklega yrir 40 stiginn, örugglega stuð í kröfugöngum……;) Dagurinn í dag er lítið frábrugðinn hinum dögunum en viðDSC00669 fengum að vita að Heiða fer í mænustungu á mánudaginn, þá er stofnfrumum sprautað í mænugöng. Heiða þarf sennilega að liggja svoldið og taka því rólega þann daginn.

Morgunmaturinn er þetta sama og eldhúsið hefur ekki undan að koma með tómatsósu fyrir Heiðu og diet coke, koma með svo lítið í einu. Meiru kjánarnir…..hahaha.

Heyrðu, sjúkraþálfunin kl. 11:45 gekk svona svakalega vel maður, Heiða gekk flott og alveg frábært að sjá. Þetta er annar dagurinn í þessari viku sem gengu svona súber vel. Í raun gengur yfirleitt vel en þessi tvö skipti bera af. ………..,, meira svona Heiða, Go team Heiða´´

Hendumst upp í hádegismat en það kom enginn Turkey með gjafir, hvað er málið eignilega…………höfum stuttan tíma í mat, eða klukkutíma en það er frekar stutt því Heiða er lengi að borða. Seinni tíminn gekk lika vel og hún er orðin eilítið mýkri í hægri hendi. Við tökum svo okkar æfingu og grínumst og djókum á meðan og hlæjum, veit ekki hvað fólk heldur um okkur………reynum að hafa gaman. Svo er það iðjuþjálfun og ég lána Dr. Akshay spjaldtölvuna til að skrifa orð og teikna hin ýmsu form og Heiða reynir svo að finna þau. Lesturinn gengur vel og jafnvel er smá bæting þar. Að iðjuþjálfun lokinni ætluðum við að setjast aðeins út og kíkja í göngutúr en þá kom Stefan vinur okkar og spurði hvort við vildum kíkja með honum í Lodi garden. Lodi garden er svaka stór garður og virkilega fallegur, allskonar tré og blóm, mikið fuglalif og íkornar út um allt.DSC00694 Fórum þangað með metró og ég er aðeins farin að læra á það sístem. Það eru lyftur á flestum metró stöðvum. Það er erfitt að fara um með hjólastól en við einhvernveginn böðlumst um og fáum svo hjálp þegar hennar er þörf.

Kíktum einnig með Stefan á tvo markaði og ég og Heiða eigum örugglega eftir að kíkja á þá, annar markaðurinn er bara með indverskum vörum, teppi, mottur, glingur, minjagripir og allt fullt af terflum og klútum……………real kasmír ull………..eða svo segja þeir.DSC00704 Hinn markaðurinn er með matvörum og fatnaði og allskonar, en mikið er allt eitthvað frekar skítugt.

Vorum alveg búin á því þegar við komum heim, fengum okkur að borða og svo var það bara bælið. Vakna snemma á morgun.

Nú eru margir að fara héðan, fólk sem við höfum kynnst og fólk sem er alveg yndislegt og allir eru að berjast við sjúkdóma og fötlun af ýmsum toga. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að hafa þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika sem fylgja því að vera ekki eins og við hin. Það er svo margir erfiðir fylgifiskar sem fylgja því að vera fatlaður eða veikur. Allt þetta fólk tekur á þessum á sinn hátt en allir eiga það sameiginlegt að vera algjörar hetjur……………tíminn er stundum erfiður hjá okkur sem heilbrigð erum en samt getum við hugsað um okkur sjálf og verið sjálfbjarga, en það er ekki sjálfgefið og ekki sjálfsagt, svo við skulum þakka fyrir hvern dag sem við erum heilbrigð. Heiða þakkar fyrir hvern dag sem hún sýnir framfarir og fyrir hvern dag með börnunum okkar og fjölskyldu. Hér er fólk með son sinn 2 ára gamlan og hann er mikið heilaskemmdur, þau þjálfa hann hvern einasta dag og reyna sitt besta til að örva heilastarfsemina, þegar við lítum á þessa flottu fjölskyldu þá þökkum við fyrir að okkar börn eru heilbrigð, þau þakka sennilega fyrir að þau séu heilbrigð og þá geta þau í sameiningu hugsað um son sinn. Reynum að vera þakklát fyrir það sem við höfum og munum að það er ekkert sjálfsagt að vera heilbrigður.

Heidi and Snorri………………..Having a nice day…….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *