Föstudagurinn 15. maí

Við fréttum það að í gær átti Dr. Geeta afmæli á miðvikudaginn, veit ekki hversu gömul hún er en Stefan vinur okkar hélt að hún væri kannski 150 ára gömul en liti svona unglega út vegna allra stofnfrumanna…..hehehe. Ég söng fyrir hana í dag þegar við rákumst á hana……………..happy birthday to you (yesterday). Bretar  réðu hér ríkjum og það var ekki fyrr en árið 1947 sem Indland fékk sjálfstæði, mér skilst að hér áður fyrr hafi Indland og Pakistan verið eitt ríki en var skipt á þessum tíma og mér skilst að það hafi aðalega verið út af trúarbrögðum. Í Indlandi eru allflestir hindúar trúar en í Pakistan eru allflestir múslimar. Það er mikill rígur á milli þessar landa og stór stund þegar landsliðin í Pólo mætast. Skiptir meira máli að vinna Pakistan heldur en heimsmeistara titilinn.

Við setjumst að venju við morgunverðinn og förum yfir dagskrá dagsins, erum enn að tala um nuddið í gær og segjum fólki hér frá okkar ævintýri á nuddstofunni og allri hlæja að þessu og hafa gaman.  Núna ætluðum við að prófa að ganga niður í sjúkraþjálfun. Ég fór niður og náði í göngugrind og við skellum spelkunum á fæturnar á Heiðu og héldum af stað, þetta gekk vel þangað til við komum að lyftunni………………biluð…………alltaf að bila þessi helvít…………lyfta, við stöndum dágóða stund við lyftuna í von um að hún kæmi en gáfumst upp. Dr. Dipin kom upp til okkar og sjúkraþjálfunin fór fram í herberginu okkar og fram á gangiDSC00906……………ekkert verra í raun. Heiðu gekk vel og stóð sig með prýði.DSC00911 Dr. Dipin skemmti sér vel yfir sögunni frá nuddstofunni………………………..ég gleymdi einu í sambandi við nuddið……………..sko þegar ég var að standa upp úr sánu stólnum, alveg að bráðna úr hita þá fatta ég það að annað eistað á mér var búið að klessast út úr flotta pungbindinu, og þarna stóð ég fyrir framan unga manninn………………eins og hálfviti……………með annað eistað úti………..hahahahahah.

Nú var að taka tvö og við gengum niður í sjúkraþjálfun og lyftan var í lagi. Þetta gekk vel, held jafnvel að við kannski reynum að gera þetta framvegis, ganga niður.  Í iðjuþjálfun var Dr. Akshy að láta Heiðu finna spil, raðaði fullt af spilum fyrir framan hana og hún átti að finna ákveðið spil, þetta gekk vel. Heiða hefur ekki talað eins vel í dag og aðra daga.

Fórum á bekkinn og æfðum okkur og svo kíktum við aðeins út. Hitinn hefur minnkað og er um 34 stig, smá rigning. Ég fór út að skokka og Heiða hlustaði á hljóbók á meðan. Það á að flytja okkur niður á fyrstu hæð í næstu viku, við erum þau einu sem eru á annari hæð. Það verður bara fínt, skiptir svo sem engu máli.

Ekki laust við að söknuðurinn heim sé að hafa áhrif á okkur, farið að vera svoldið lýjandi að vera hér en allt gengur vel og það er það sem skiptir máli, þó að sumir dagar séu erfiðari en aðrir þá er það nú bara þannig. Reynum að vera jákvæð og tökumst á við þetta verkefni sem okkur var ætlað.

Heyrðum í Hannesi okkar og Dóru Mjöll og tengdó, allir bara í góðu standi, Anna Dóra svaraði ekki,  nóg að gera alltaf hjá henni…………………:)

Kærar kveðjur

Heidi and Snorri…………………hlusta á lagið sitt………..

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *