Föstudagurinn 22. maí……………….hangið og reynt að láta tímann líða

Jæja dagur 3 hjá Heiðu með mænulegginn. Hundleiðinlegt hjá okkur þessa dagana en við erum nú hér vegna stofnfrumana og þá er þetta bara fínt. Heiða verður með legginn fram á sunnudag. Hún fer alveg framúr og svoleiðis en maður getur orðið svoldið þreyttur og dasaður af þessu.

Föstudagur og það fyrsta sem ég geri er að athuga hvernig gekk hjá Maríu í Evróvísion………….æi komumst ekki áfram, við sáum þetta ekki en erum í sjokki hvernig fólk talaði um hennar frammistöðu. Ótrúlegt hvað sumt fólk nærist á að tala illa um aðra og er tilbúið að gagngrýna á svo meiðandi hátt………….gagnrýni á alveg rétt á sér en það geta allir gert mistök og ég tek hatt minn ofan fyrir henni Maríu, aðeins tvítug að aldri og var landi og þjóð til sóma og á eftir að heilla okkur aftur og aftur. Alma Rut söngkona sem var í bakröddum er mákona Heiðu og óskum við henni hjartanlega til hamingju og gaman að fá að fylgjast með ævintýrum þeirra.

Dr. Dipin kíkir í heimsókna á 106 og tekur smá teygjur með Heiðu. Við spjölluðum heilmikið á meðan og honum finnst frábært að við skulum hafa okkar eigið tungumál og sagði okkur að hér á Indlandi er tungumálið í algjöru rugli. Það er mikið um slangur og hann sagðist ekki þurfa að fara nema 100km  frá þá ætti hann erfitt með að skilja tungumálið en allir tala ensku og enskuni er blandað saman við indversku.

Heiða fær tvo skammta af stofnfrumum í dag 2ml og svo 5ml. Hún tekur þessu vel og líður bara vel en auðvitað hundleið á að þurfa að liggja svona, mikið skil ég það vel. Allt væri betra ef hún væri með góða sjón þá gæti hún látið tímann líða með því að horfa á bíó myndir eða góða þætti. Já fötlun hennar Heiðu minnar er svo sannarlega mikil og hennar draumur er að geta talað eðlilega, svo að geta notað hendur, næst að geta séð og svo að geta gengið…………….eins og hún segir oft þá er algjörlega ömurlegt að vera fangi í eigin líkama. Við höfum oft talað um það að ef að ég væri í hennar sporum þá er ég hreinlega ekki viss um að ég væri svona sterkur eins og hún. Svo eru það allir fylgifiskarnir sem fylgja svona veikindum, öll tengsl við vini og fjölskyldu breytast. Fólk fjarlægist okkur, veit ekki hvernig það á að vera í kringum okkur og jafnvel hverfur alveg. Þetta er mjög algengt við svona aðstæður. En þessi fylgifiskur getur oft reynst erfiður og tekur oft mjög á. Heiða er umvafin góðum vinum sem eru duglegir að heimsækja hana og það styrkir hana mikið og í raun er ekkert sjálfsagt að vera umvafin góðu fólki. Við erum þakklát fyrir vini okkar og fjölskyldu.

Dagurinn líður frekar hægt en við skellum okkur niður í iðjuþjálfun. Ruby litla er mikið í kringum okkur og finnst gaman að kíkja til okkar og ég spilaði fyrir hana lagið Ruby tuesday og hún var svo heilluð að hún kemur alltaf til að heyra lagið sitt. Gaman að því.DSC00847

Eftir kvöldmatinn skrapp ég út að ná í smá kökubita fyrir elskuna mína og að þessu sinni gekk allt vel og mallakúturinn á kúkalabbanum er allur að koma til en þarf samt svona að vera tilbúin ef kallið kemur, Heiðu til mikillar skemmtunar……………..:)

Verum jákvæð og góð við hvort annað og bjartsýn………………

Heidi and Snorri………………………..hlusta á Ruby tuesday með Ruby litlu……………..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *