Föstudagurinn 29. maí

Við erum að stefna að koma aftur hingað í nóvember á þessu ári. Það fer auðvitað allt eftir því hvort við náum að fjármagna þá ferð. Þá yrðum við bara í einn mánuð og svo eftir það í einn mánuð í senn árlega, vonandi í nokkur ár. Þetta er mjög kostnaðarsamt. Þessi ferð okkar núna í 2 mánuði kostar tæpar 6,3 milljónir, það er bara meðferðin og aðstaðan, matur fyrir okkur bæði. Ofan á þetta bætist flugfarið fram og til baka og allskonar lyf og myndatökur og það telur sko, ég er alltaf að borga lyf, allskonar vítamín og ýmislegt sem til fellur. Veit ekki hver endanlegu kostnaður verður fyrri en við komum heim. Svo þarf að halda öllu gangandi heima fyrir, afbogarnir af lánum og þess háttar og ég frá vinnu í langan tíma……………en þökk sé öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í þessari baráttu, án ykkar framlags væri Heiða ekki að láta á reyna með þessa meðferð og vonandi, já vonandi verða framfarir og ef einhverjir vilja láta á þetta reyna þá erum við til í að hjálpa á allan þann hátt sem mögulegt er. Heiða er að láta á þetta reyna í von um að bæta heilsu sína og það erum nú þegar framfarir.

Heiðu gekk mjög vel í dag í sjúkraþjálfun þrátt fyrir að vera slæm í hægri hendi og öxl, hún bara rúllaði þessu upp eins og henni er lagið. Þurftum nánast ekkert að hjálpa henni, bara smá þegar hún er að snúa við. Heiðu finnst sjónsviðið vera að breikka, sér meira í kringum sig………………..getur þetta verið að ske…………….magnað.DSC00436

Eftir prógram dagsins fórum við smá göngutúr, kíktum aðeins í garðinn og svo á kaffihúsið okkar, já auðvitað var súkkulaðikaka fyrir Heiðuna með extrasúkkulað…………og ís, hva maður lifir bara einu sinni og ekki verður farið á kaffihúsið næstu daga af því að Heiða fær mænulegg á morgun og þarf að vera með hann í fimm daga……………jeiiiiiiii eða þannig. Cappucino fyrir garminn og svo er trítlað heim, sveigt á milli bíla og svínað fyrir hjólreiðamenn, já maður tekur bara þátt í umferðinni hér og verður að troða sér til að komast áfram.

Bestu kveðjur frá Nýju Delhi……………

Heidi and Snorri……………………working 9 to 5……

One thought on “Föstudagurinn 29. maí

  1. Hæ hæ hetjur….Ég þekki ykkur ekkert en búin að fylgjast með ykkur frá degi 1. Langaði að hrósa ykkur fyrir jákvæðni og mikin dugnað. Held áfram að fylgjast með og ekki skemmir fyrir að Snorri er skemmtilegur penni. Gangi ykkur vel og áfram Heiða HETJA 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *