Föstudagurinn 8. maí

Góðan dag, Dheli borg heilsar og sólin brosir sínu breiðasta.  Við Heiða förum á fætur um kl.8 og borðum morgunmat og hjúkkurnar byrja að ryðjast inn hver á fætur annari, vopnaðar sprautum og blóðþrýstingsmælum og taka saman lyfin fyrir daginn.

Sjúkarþjálfunin í dag gekk mjög vel og við erum alltaf að vinna með þungaflutninginn og reyna að ýta göngugrindinni á undan okkur og taka skrefin þannig að jafnvægið haldist. Gekk flott en mikil vinna framundan í þessu. Heiða gerir sitt besta og það er einmitt það sem þarf. Í seinni sjúkraþjálfunini þá heldur hún áfram að ganga og vinna í þessu.  Við förum á bekkin og æfum þangað til iðjuþjálfun hefst. Á meðan Heiða er í iðjuþálfun þá leik ég við Ruby litlu á meðan, við erum að verða góðir vinir. Svo aftur bekkurinn.DSC00805

Þegar æfingu er lokið kíktum við aðeins út, okkur finnst gott að kíkja aðeins út fyrir framan húsið og sitja þar í sólinni………….það er satt best að segja ógeðslega heitt og fólk er oft að spyrja okkur hvernig í ósköpunum við getum setið svona í þessum hita, en við sitjum ekki lengi. Ég fæ mér oft kókoshnetu safa og Heiða fílar að slaka á í sólinni.

Jodi framkvæmdarstjóri Nutec Mediworld hittir okkur í móttökunni og við setjumst niður með henni og spjöllum, hún var að spyrja mikið um Ísland og er undrandi á að heimskautabangsarnir geti setið svona í sólinni. Við segjum henni hvernig íslendingar halda upp á jólin og að við borðum hrútspunga og lamba andlit………………hún vildi nú ekki trúa þessu og spurði Heiðu hvort þetta væri satt……………ekki alveg að trúa mér…hehehhe.

Við förum upp og skiptum um föt og förum í smá göngutúr um hverfið, alltaf er maður undrandi á því sem maður sér og ég reyni svona að taka myndir af því sem verður á vegi okkar.DSC00840

DSC00831Fáum okkur kvöldmat og Turki kemur í heimsókn, hann og pabbi hans fara á morgun og hann langar að gefa Heiðu gjöf………………….ok …………..nema núna er þetta sérstök gjöf sem hann langar að færa henni og hann reynir að útskýra fyrir okkur á sinni lélegu ensku og Heiða bara starir á hann og skilur ekki neitt. Hann langar á morgun að koma til okkar og fara með einhverskonar bænir eða ritúal. Hann þarf að fá hjálp frá mér þvi hann þarf að leggja höndina á enni Heiðu en samkvæmt hans trú þá má hann ekki snerta annara manna konu, þannig að ég þarf að leggja hægri hendi á ennið á Heiðu og svo leggur hann hendina sína á mína hendi, ég er svona einhverskonar framlenging…………………jæja eru ekki allir léttir…………..Heiða segir ok og það er ákveðið að kl.14 á morgun þá verður þessi gjörningur gerður. Við þurfum að þvo okkur þrisvar sinnum um hendur og fætur og allskonar. Þetta er honum mjög mikilvægt og hann er svo glaður að fá að gera þetta. Hann er að gera þetta í fyrsta sinn við fólk af öðru þjóðerni. Þetta verður eitthvað og vonandi að Heiða springi ekki úr hlátri……..Þetta kemur sko beint frá hjartanu. Bíðum spennt.

Ég fór niður og náði í göngugrind og við Heiða höfum fengið leyfi til þess að æfa okkur á kvöldin. Við gengum á gangnum hjá okkur. Gekk vel og ég held að við reynum að gera þetta framvegis, svona aðeins að rífa í grindina……………..:)

Bjóðum góða nótt og bíðum spennt eftir ævintýrum morgundagsins……..

Heidi and Snorri…………………spennt(ur)…….

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *