Laugardagurinn 16.maí

Laugardagurinn rann upp svona bara eins og ekkert væri eðlilegra, við Heiða risum úr rekkju og teigðum úr okkur og vippuðum okkur í gallana og tróðum í okkur morgunmatnum á met hraða. Hjúkkurnar koma inn vopnaðar sprautum og blóðþrýstingsmæli.

Nú var það iðjuþjálfun kl. 10 og svo sjúkraþjálfun kl.11. Iðjuþjálfun gekk ljómandi vel og Heiða var að reyna að finna spil, það gekk ljómandi vel enda finnst Heiðu fátt skemmtilegra en að taka í spil, kana, manna, vist, rommí, rússa…………………………yea right…………….Heiða hefur aldrei kunnað að spila og hefur aldrei nennt því………….hehehe, nema þá kannski að spila með mig……..Sjúkraþjálfun gekk mjög vel og í raun þá hefur Heiða ekki átt slæman dag í sjúkraþjálfun nema þegar hún fékk legginn í mænuna þá gat hún lítið í tvo daga á eftir. Gangan stendur svoldið og fellur á hægri hendinni. Því stífari sem hendin er þá gengur ver að ganga, þá snýr hún svo mikið upp á sig, hægri öxlin hendist framm og það kemur svo mikil skekkja á mjaðmir og hún verðu svo skökk. Þegar hendin er í þokkalegu lagi þá gengur allt betur. Já skrýtið að hendin hafi svona mikil áhrif á göngunna.

Eftir matinn þá fórum við niður og æfðum gönguna, það eru allir  farnir eftir hádegi á laugardögum þanni að við höfum salinn út af fyrir okkur, gekk ljómandi vel hja okkur.

Seinnipartinn fórum við í langan göngutúr sem byrjaði með heimsókn á kaffijhúsið, þegar við komum þá var allt fullt og hvergi pláss fyrir okkur þannig að við ætluðum að bíða úti þangað til að það losnaði pláss, sjáum svo vel inn, þá kemur kona út til okkar og býður okkur að setjast hjá sér og vinkonu sinni, þær væru hvort eð er að fara fljótlega. Við þiggjum það og setjumst hjá þeim, þetta er lítið kaffihús og ekki mikið pláss. Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera svona vingjarnlegar við okkur og við förum að  spjalla og þær spyrja út í Heiðu. Þegar við kvöddum þær þá sögðu þær að Heiða yrði í bænu þeirra…………..vá , við erum alltaf að hitta gott fólk út um allt. Við fengum okkur köku og kaffi og svo fórum við í langan göngutúr um garðinn sem er hér nálægt okkur, heitir Deer park.DSC00946 Veðrið gott og margt að sjá. Aparnir voru í góðum gír og viti menn ég sá Páfugl eða er það Páffugl í fjarska, sennilega svona um 70-80 m fjarlægð og rétt náði að súma og smella nokkrum myndum áður en hann hvarf, þeir eru rosalega styggir, hann snéri sér í tvo hringi og svo var hann farinn. Gaman að þessu og væri gaman að komast nær, þeir eru hér villtir. Góður göngutúr og trén hér eru svo falleg og í allskonar blóma.DSC00953

Á morgun ætlum við í ferðalag, við ætlum til borgarinar Agra og sjá Taj Mahal. Taj Mahal er grafreitur og minnisvarði um drottiningu sem var upp á 17. öld, þegar hún dó þá reisti maðurinn hennar þetta flotta mannvirki. Þetta er með áhugaverðustu stöðum hér í Indlandi. Þetta er svoldið ferðalag og verður áhugavert en einnig kannski svoldið strembið. Kemur í ljós.DSC00947

Snemma að sofa því við þurfum að leggja snemma af stað á morgun………………spennó….

Heidi and Snorri……………………….felling so excited….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *