Laugardagurinn 2. maí………ævintýrið á Dunkin Donuts…

Góðan daginn og allir bara nokkuð léttir……………….nema kannski ég, aðeins og þungur, en hvað eru nokkur kíló á milli vina…………;)

Laugardagur og æfingar byrja fyrr en vanalega, morgunmaturinn kláraður með stæl og gera og græja og svo niður kl.10 í iðjujálfun, sem gekk vel og við Heiða spiluðum aðeins með þjálfarann, hann var að láta Heiðu lesa og tók upp videóvélina og byrjaði að taka upp og ég skrifa orð á blað nema ég sagði Heiðu hvaða orð það var og hún las það strax og þjálfarinn hoppaði upp og trúði ekki sýnum eyrum og hálf panikkaði……………og við Heiða hlóum og hlóum……hahahahahaha………allir kátir og ég held að liðið hér sé ekki alveg að skilja húmorinn okkar.

Dr. Dipin sjúkraþjálfari var mættur og hann og Heiða byrjuðu kl.11 að teygja og toga og svo var gengið af stað og allt gekk rosalega vel, þriðji dagurinn í þessari viku sem gengur svona súper vel, Heiða var í góðum takti og einhvernveginn gerði allt svo vel, miklar gleðifréttir……………og við brostum breitt eftir tímann.DSC00716

Nú var kominn helgi, við fórum upp og fússuðum við hádegismatnum vegna þess að við vorum eigilega búin að plana að fara út og fá okkur eitthvað að borða.  Fyrir valinu var Dunkin Donuts og sársvöng örkuðum við af stað og hlökkuðum til að seðja hungrið og sökkva tönnunum í sveittan kjúklingaborgara og jafnvel seðjandi vefjur. Þegar við komum er bara rólegt og ég fæ aðstoð við að koma stólnum upp nokkrar tröppur og við Heiða klár í slaginn,  rólegt og fínt og við pöntum. Svakalega spennt hófum við átið og ég mátti þakka fyrir að Heiða spýtti ekki öllu framan í mig, rétt náði að beygja mig frá og slumman lenti á hálsinum á gömlum indverja með túrban sem sat á bak við mig, ég stökk upp og baðst innilegra afsökunar á hegðun konu minnar og reyndi með bestu getu að þurka matinn og slefið af hálsinum hans. Það sem var skrýtnast við þetta atvik er að hún Heiða auðvitað gjörsamleg öskraði af hlátri og aumingja maðurinn vissi hreinlega ekki hvar hann var staddur. Hann lét sig hverfa fljótlega, aumingja maðurinn. Mikið var maturinn vondur en því var bjargað með löðrandi súkkulaði kleinuhring. Já það má með sanni segja að við setjum okkar mark á lífið hér í Delhí. Flissandi yfirgáfum við staðinn og ekki ólíklegt að okkur verði bannað að koma þangað aftur.

Fórum á kaffi hús við hliðina og fengum okkur kaffi og súkkulaðiköku með ís og jöfnuðum okkur á atvikinu á Dunkin Donuts……………..:)DSC00709

Heyrðum í tengdó á skype og Dóra Mjöll var hjá þeim upp í sumarbústað. Hannes er hjá pabba sínum og Anna er heima hjá sér. Allir bara í góðu standi. Heiða vildi standa í skíðaskónum sínum og það gekk svo vel að ég var alveg búin á því og þurfti bara að setjast niður á meðan hún stóð. Gaman að því.

Kvöldið fór í spjall og við kíktum á Ínu og David og Shannon og Stefan kíktu til okkar. Hlustuðum á Bakaríið á Bylgjunni, það finnst okkur skemmtilegur þáttur með þeim Rúnari Frey og Loga Bergmann, grínið og glensið í fyrirrúmi og allir léttir.

Heidi and Snorri…………………Wanted dead or alive……………..á Dunkin Donuts……

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *