Laugardagurinn 23.maí og Sunnudagurinn 24. maí

Það er rólegt yfir okkur Heiðu, tíminn líður hægt og netið virkar ekki og ég get ekki náð í hljóbækur fyrir Heiðu, en vonandi lagast þetta. Heiða losnar við legginn á morgun og henni hlakkar til þess.

Við fórum niður í sjúkraþjálfun og Dr. Dipin gerði teygjur með Heiðu og svo vildi Heiða ganga svoldið en Dipinn neitaði því út af leggnum, vildi ekki taka neina sénsa með það.  Ruby litla kíkti á okkur og er hlaupandi um allt og Ina mamma hennar kom með þvottin til að hengja upp, Þau eru ekki með svalir og fá að hengja upp á svölunum okkar. Þau eru á fullu að vinna í drengnum sínum, þau eru með prógram fyrir hann allann daginn en það er eins með þau og okkur þeim er farið að leiðast dvölin, allir dagar nánast eins…………….hahah en svona er þetta, verkefni sem er farið í og það þarf að leysa.

Dagurinn líður hægt og rólega og netið kemst á nema það er eitthvað bilað, getum ekki opnað neinar síður og ekki póstinn okkar en skypið virkar. Hringdum heim og töluðum lengi við Dóru Mjöll okkar, hún var upp í sumarbústað með ömmu og afa og það lá bara vel á henni. Hannes hjá pabba sínum og Anna heima hjá sér. Mikið söknum við þeirra.

Svo er það hljóðbók og Banshee fyrir svefninn………………..

Sunnudagur og nú losnar Heiða við mænulegginn. Tvær inngjafir í dag og svo leggurinn burt. Netið virkar ekki og ég get ekki náð í hljóðbók fyrir Heiðu…………meira vesenið maður. Um kl 14 losnaði Heiða við legginn og við kíktum aðeins út eftir það. Fórum á kaffihúsið okkar og Heiða fékk langþráða súkkulaði köku. Vá, að koma út núna var eins og að labba á vegg, allt of heitt, hitastigið 44 gráður púff. Það er bara ekkert varið í að vera í svona miklum hita. Gengum aðeins um, það var bara rólegt úti enda sunnudagur og hitinn svo svakalegu að fólk sennilega nennir ekki út úr húsi.

Sá þessa auglýsingu og alveg spurning hvort gamli eigi ekki að skella sér í stofnfrumumeðferð líka…………………………..ja hvað finnst ykkur…….heheheheDSC01062Þessir dagar hafa verið frekar leiðinlegir en Heiða er búin að fá mikið af stofnfrumum þessa daga og næsta vika ætti svona að vera bara eðlileg og líklega á hún eftir að fá mænulegg einu sinni enn áður en við förum heim. Jæja, mánudagur á morgun og spennandi að sjá hvernig Heiða verðu í sjúkraþjálfun, eftir síðustu mænustungu var hún alveg týnd í 2 daga en sjáum til.

Heidi and Snorri…………………..sakna vestubæjarís……………

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *