Laugardagurinn 9. maí……………..Turki kemur í heimskókn

Laugardagurinn heilsar, kl. 8 hoppar selurinn frammúr, teygir úr sér og klórar sér á hinum og þessum stöðum og uppgvötar ný moskító bit. Við þurfum að vera mætt niður í iðjuþjálfun kl. 10 og svo sjúkraþjálfun kl. 11. Skutlum morgnmatnum í okkur á met hraða en þá erum við látin vita að öll þjálfun fellur niður í dag útaf framkvæmdum. Já ok fínt, var ekki hægt að láta vita aðeins fyrr. Jæja við látum þetta ekki slá okkur út af laginu og ég trítla niður og næ í göngugrind. Spelkurnar spenntar á drottninguna og æfing tekin á gangnum hjá okkur,,,,,,,,,,,,,tjú tjú já verið ekki fyrir. Gangan gekk fínt hjá gömlu og ekki laust við að henni finnist þessi nýji sjúkraþjálfari sætari en hinn, ilmar svo vel og er mjög unglegur að sjá, hárið aðeins farið að þynnast og ekki laust að það glitti í stöku grá hár og eins og að hann sé komin 4 mánuði á leið………………..já gamla filar þennan gaur…..;) kannski hún nái deiti með honum……

Fáum okku hádegismat og nú þarf að fara að  undirbúa sig. Turki vinur okkar frá Kuwait ætlar að koma og færa Heiða síðustu gjöfina. Hann kom til okkar í gær og spurði Heiðu hvort hann mætti færa henni gjöf beint frá hjarta sínu og Heiða samþykkti það. Hann mætti í herbergið okkar kl. 14 í dag  og skýrði út hvað hann ætlaði að gera. Hann er múslimi og hann vildi fara með einhverskonar bæn yfir Heiðu. Hann þurfti á aðstoð minni að halda vegna þess að hans trú leyfir honum ekki að snerta annara manna konu þannig að mitt verk var að setja hægri hendina mína á ennið á Heiðu og svo setti hann hægri hendina sína á mína, þannig snerti hann ekki Heiðu, ég var svona framlenging. Áður en hann gat byrjað þurfti ég að þvo mér um hendur, andlit og fætur á ákveðinn hátt. Svo var hafist handa, hann gaf Heiðu einnig klút sem hann vafði um hana og svo setti ég hendina mína á ennið á Heiðu og svo setti hann hendina sína á mína og fór með bænir. Þetta tók c.a. 20 mín. Þetta kom sko frá hjarta hans og hann bað fyrir Heiðu og sagðist muna biðja fyrir henni í framtíðinni.Við höfum verið honum innblástur og eftir að hann kynntist okkur þá elskar hann Ísland. Turki er mjög tilfinningarríkur og góður maður. Já þetta var mikil upplifun fyrir okkur.  Við kvöddum þá feðga og ég gaf þeim harðfisk.DSC00845

Eftir þetta þá kíktum við á markað hér ekki langt frá, tókum taxa. Þetta er svona matar og fatamarkaður, við röltum þarna um og vorum eiginlega í sjokki. Lyktin þarna var alveg ferlega vond, þarna voru lifandi hænur og svo var þeim slátrað á staðnum og fiskur til sölu og flugnagerið alveg svakalegt. Við snerum fljótt við, þetta var of mikið fyrir okkur…………….takk samt. Það er merkilegt hvað allt er sóðalegt. Við skoðuðum okkur um og keyptum sultu og ávaxtasafa og ost og héldum svo heim. Leigubílstjórinn beið eftir okkur í c.a. einn og hálfan tíma og skutlaði okkur til baka og tók 1500 kr fyrir. Já það er ódýrt að taka taxa.DSC00850

Um kvöldið skypuðumst við við fjölskylduna. Spjölluðum við Dóru Mjöll og Hannes og einnig við tengdó og Arnar Dór bróður Heiðu. Þau voru upp í sumarbústað og vorverkin hafin á þeim bænum. Komu smá rykkorn í augun þegar við kvöddum þau.

Heidi and Snorri……………………….hugsa heim……

 

One thought on “Laugardagurinn 9. maí……………..Turki kemur í heimskókn

  1. Elsku Heiða og Snorri, mikið var þetta fallegt af Turki vini ykkar, greinilega með hjartað á réttum stað. Það er alveg magnað að fylgjast með ykkur og gaman að fá að sjá á myndum það sem þið eruð að upplifa. Nú er þetta næstum hálfnað hjá ykkur og þið verðið komin heim áður en þið vitið af. Kossar og knús til ykkar, það eru allir að fylgjast með ykkur. ykkar Sirrý

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *