Mánudagurinn 11. maí

Indland er annað fjölmennasta ríki jarðar og það sjöunda stærsta að flatarmáli, þar býr rúmur milljarður manna og í Delhi þar sem við erum búa tæpar 12 milljónir manna, borgin er skipt í Old Delhi og New Delhi. Mér skilst að i Old Delhi sé alveg hrikalegt kaos og allt í vittleysu þar.

Sólin kemur upp og við Heiða förum á fætur um kl. 8. Nú er seinni hálfleikur að hefjast og 30 dagar eftir og eins og sumir segja gjarnan þá er bullandi sóknarbolti. Við þurfum að hendast á fætur því nú þarf að klæða drottninguna í tilheyrandi búning því nú þarf hún að fara upp í fullt af sprautum. Fær dripp í æð og svo er hún sótt og ég skelli hárnetinu á hana, flottur galli með grænu hárneti.

Þegar Heiða er búin í sprautum þá förum við niður i sjúkraþjálfun, Dr. Dipin tekur á móti Heiðu með bros á vör og stóri heimskautabangsinn fer á brettið, með spotify í eyrunum………… Sjúkraþjálfun gekk svona roooosssalega vel. Heiða gekk með grindina alveg sjálf og þurfti enga aðstoð, gerði allt mjög vel og gaman að sjá að þegar hún var stundum alveg að missa jafnvægið þá rétti hún sig af og náði að halda jafnvæginu, þetta eru framfarir og greinilegt að samspil heila og vöðva eru í framför, allavega á þessu sviði. Heiða gekk fram og til baka og gat ýtt göngugrindinni áfram en það reynist henni oft erfitt. Þetta er ekki grind eins og hún á heima, þessi er bara með tveim hjólum, þannig að það er erfitt fyrir hana að ýta henni og þá aðallega með hægri hendi. Hver hreifing í rétta átt er mikill sigur fyrir okkur og að sjá það að viðbrögð sumra vöðva eru rétt þá er það frábært. Að loknum tíma fórum við brosandi upp á herbergi og fengum okkur að borða.

Seinni tíminn í sjúkraþjálfun gekk einnig vel og í iðjuþjálfun var hún að þjálfa augun og Dr. Akshy teiknaði upp fullt af kössum, hringjum og þríhyrningum og hún átti að finna þá og segja hvað margir voru af hverju tagi og henni tókst það, gott mál, þannig að hún sá þá og taldi alla einnig. Gæsilegt elsku Heiða mín. Við hentumst á bekkinn og gerðum okkar æfingar á maga og aftanverðum lærum og teygjum vel á vinstri síðu og höndum.

Settumst aðeins út að æfingum loknum og sátum í hitanum og fylgdumst með lifinu i kring um okkur. Þegar hitinn var gjörsamlega að buga okkur og við hreinlega að leka niður fórum við inn. Við tókum smá lestrar æfingu og nú skrifaði ég setningar sem Heiða gat lesið, þetta er í fyrsta sinn sem við reynum setningar og það gekk upp. Vá allt gekk vel hjá henni í dag…………….góður dagur í Delhi fyrir ástina mína.

Ruby litla kom til okkar og við lékum svoldið saman, hún kemur oft niður í sjúkraþjálfun og við förum í boltaleik og feluleik. Það er fátt meira krúttlegt en að heyra 3. ára barn tala flotta ensku.

Dagur að kveldi komin í Delhi og hitastigið úit er einum of mikið og fer hækkandi. Heiða hlustar á hljóðbók og ég fylgist með baráttu Mr. Hoods í Banshee þar sem hann lemur skíthælana sundur og saman og reynir að halda leyndarmáli sínu leyndu. Ólafur Darri fer að birtast í bænum Banshee, allavega í einum þætti.

Hugsa heim og ekki laust við að ég sakni kuldans. Jæja seinni hálfleikur hafin og úthaldið er ágætt og nú þarf bara að klára seinni hálfleikinn með stæl. Ekkert miðju moð………..Góða nótt

Heidi and Snorri………………feeling happy……

2 thoughts on “Mánudagurinn 11. maí

  1. Hæ Snorri og Heiða
    bara að láta vita að við erum að hugsa til ykkar, gaman að heyra af framförunum hjá Heiðu

    bestu kveðjur
    Valli og Magga

  2. Bestu þakkir, Magga og Valli……………..gangi ykkur vel og bestu kveðjur til ykkar…….

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *