Mánudagurinn 18. maí

Heimskautabangsarnir bjóða góðan dag, ný vika og ný ævintýr. Vorum ánægð með ferðina í gær. Í dag er bara svona venjulegur dagur hér í Nu tech. Hjúkkurnar mæta með sprauturnar og einnig dropa í augu og nef. Við Heiða fáum okkur morgunmat og ég tek upp á vídeo þegar Heiða er að borða. Ætla að sýna Dr. Geetu hvað það er erfitt fyrir Heiðu að borða út af spasma. Þegar við komum niður í sjúkraþjálfun er enginn Dr. Dippin en það kemur maður í manns stað og annar sjúkraþjálfari sér um tímana í dag. Heiðu gekk svakalega vel að ganga, var vel upprétt og bein og stóð sig mjög vel. Henni finnst erfitt að snúa grindinni þegar hún þarf að snúa við. Það kemur hjá henni, aðaláherslan er á gönguna. Frábær tími.DSC00980

Dr. Geeta kallaði á okkur, það var fólk hjá henni með son sinn sem er blindur og þau svona vildu heyra okkar sögu af þessari meðferð. Við sögðum þeim okkar reynslu en það er alltof fljótt að segja eitthvað til um þetta en það er klárt mál og sjónsvið Heiðu hefur batnað aðeins.

Höfðum engan tíma til að fá okkur að borða því iðjuþjálfun færðist til, við rétt förum upp og svo strax aftur niður. Annar iðjuþjálfari í dag og svo var aftur sjúkraþjálfun. Dr. Geeta hitti okkur aðeins og ég sýndi henni vídeóið af Heiðu borða og hún ákvað að prufa að sprauta Heiðu í tunguna. ………….já sæll í tunguna.

Loksins gátum við aðeins fengið okkur að borða.

Við fórum svo aftur niður og tókum gönguæfingu, gekk rosalega vel og Heiða í góðum gír. Kíktum aðeins út og settumst og nutum sólarinar, enn púff vá svakalega heitt í dag……………

Ég fór út að skokka en hitinn svona helst til of mikill, en ég komst heim. Kvöldmaturinn smakkaðist ekki vel og þá er gott að eiga eitthvað til vara í skápnum, kex, ostur og sulta var fyrir valinu.

Mér finnst Heiðu ganga vel. Hún lítur vel út og mér finnst vera svona stögðuleiki hjá henni. Gangan lofar góðu. Það er stefnt að mænustungu á miðvikudaginn og ´þá líklega þarf hún að vera með legg í 3 daga, það verðu erfitt og leiðinlegt en við erum hér til að takast á við þetta.

Góða nótt kæru vinir og munum að hugsa um heilsuna.

Heidi and Snorri…………………….í sveiflu…….

One thought on “Mánudagurinn 18. maí

  1. Elska að lesa bloggið hjá ykkur, og hver framför finnst mér æðisleg, Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið heim. Og ég er viss um að tíminn sem er eftir verður fljótur að líða 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *