Mánudagurinn 25. maí…………..Heiða stendur óstudd….

Mánudagur og Delhi borg býður góðan dag með flautuconsert út á götu og íbúarnir í 106 í Nutec Mediworld í Green Park vakna kl. 8 og hlunkast á fætur. Jæja ný vika og dvölin hér styttist og nú verður tekið á því. Við borðum morgunmat og fussum og sveium yfir internetinu sem er ekki enn komið í lag. En viti menn það birtist einhver tölvu kall og náði að laga en wi fiið virkar ekki. Við undirbúum okkur fyrir sjúkraþjálfun.

Dr. Dipin er mættur og tekur brosandi á móti okkur og ég fer á göngubrettið, treysti mér núna á brettið, er nokkuð öruggur um að halda öllu inni, mallakútur aðeins að lagast. Fer bara rólega af stað……hehehe. Heyrðu, Heiðu gekk svona svaka vel í sjúkraþjálfun, ekkert slöpp og lin, bara arkaði að stað,bein og flott, vá geggjað. Alltaf smá vandamál með grindina, ýtir henni svoldið skakkt, allt út af hægri hendinni. Svo sagði hann henni að taka sér stöðu og sleppa grindinni og standa sjálf. Ótrúlegt maður, hún stóð aftur alveg sjálf, bara í spelkunum, vel upprétt,hún stóð örugglega í ca. 3 mín og hann lét hana einnig snúa höfðinu i báðar áttir á meðan. Ok, klárt mál að jafnvægið að standa óstudd hefur klárlega lagast og mér finnst þetta miklar framfarir………..jíbí…..

Hádegismatur og svo aftur í sjúkraþjálfun að teygja hendur og svo prófaði Heiða að ganga upp nokkur þrep. Hún heldur sér í með báðum höndum og gekk upp 4 þrep og bakkaði niður. Þetta gekk ljómandi vel og í raun kom þetta Dipin á óvart, henni gekk vel að lyfta fótunum. Góður tími. Svo iðjuþjálfun og okkur finnst að það séu framfarir í að opna hægri lófa, hún á auðveldara með það núna, tek lika eftir því þegar hún grípur um göngugrindina. Fórum á bekkinn og teygðum vel. Fórum ekki út núna það er nefnilega 45 stiga hiti úti núna og ekkert spennandi að vera úti……….púff allt ofmikið.

Heyrðum í krökkunum og svo fór kvöldið í almennar hreingerningar á heimilisfólki á 106 og að rembast við að ná í hljóðbækur.

Heidi and Snorri……………………..Starta vikunni með krafti….

 

3 thoughts on “Mánudagurinn 25. maí…………..Heiða stendur óstudd….

  1. hæhó, ég þekki ykkur ekki persónulega en man eftir Heiðu í Kef í gamla daga, ég er búin að vera að fylgjast með ykkur og mig langar að fá að hrósa ykkur fyrir ómælda þrautseigju, dugnað, húmor og að allir eru mjög stoltir af ykkur. ég get trúað því að þetta taki mikið á að vera svona langt í burtu, lengi frá börnum og fjölskyldu en partur af stóra verkefninu! þið verðið komin heim áður en þið vitið af 🙂 það er mjög merkilegt að fá fylgjast með ykkur, þið klárlega látið hversdaginn okkar hverfa við ykkar upplifun. frábært að sjá framfarir hjá Heiðu. það eru allir að senda ykkur styrk og góðar hugsanir… keep up the good work og Snorri gangi þér vel á brettinu 😉 og Heiða þú rokkar 😀 þið eruð æði. takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. kær kveðja – birgitta

  2. Heil og sæl Birgitta og vá, takk fyrir þetta. Svona hvatning er okkur svo svakalega mikils virði, þetta eru oft erfiðir dagar og bara að fá svona fallegan póst gerir daginn svo miklu betri. Það er svo ótrúlegt hvað svona hvatningar orð hvetja mann mikið. Við gerum okkar besta og reynum að takast á við þetta verkefni eins vel og við getum. Höldum áfram hönd í hönd og reynum að horfa fram á veginn.

    Okkar bestu kveðjur til þín og mikið þakklæti….

    Heiða og Snorri

  3. Hæhæ, ég og vinkonur mínar vorum að reyna að ná sambandi við þig í gegnum email vegna lokaverkefnis sem við erum að gera. Það væri mjög hjálplegt ef þú gætir svarað póstinum frá okkur, netfangið er sarahakonar@gmail.com.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *