Mánudagurinn 4. maí……………mikið af stofnfrumum og fullt tungl…………

Þessi mánudagsmorgun er bara ósköp svipaður öðrum morgnum hér hjá heimilsfólki í herbergi 207. Ristað brauð, diet coke og kaffi er staðalbúnaður hér á bæ og stundum smá sætt á eftir en það er ekki sjálfgefið. Í dag á Heiða að fá stofnfrumur í mænugöng, þá er settur leggur upp í mænuna sem hún verður með í nokkra klukkutíma allavega í þetta skipti. Við græjum okkur fyrir sjúkraþjálfun og hendumst niður og hittum Dr. Dipin, þegar hann er búin að teygja Heiðu vel segir hann við mig að það líti út fyrir að þetta verði góður tími…………………og það stóðst. Vikan byrjar vel hjá Heiðunni, sjúkraþjálfun gekk svaðalega vel, frábært að sjá og ég í raun undrandi. Það hefur vantað hjá Heiðu minni að lyfta fótunum vel þegar hún gengur en nú er hún farin að geta lyft þeim mun betur í göngunni, greinilega komin meiri styrku í aftanverð lærin. Góður taktur í göngunni og virðist vera sem hún þurfi að hafa minna fyrir þessu en áður. Góður tími hjá elsku Heiðu og við héldum brosandi upp á herbergi.

Enginn tími eftir hádegi því nú þurfti að fara að undirbúa Heiðu fyrir mænustungu og fleiri sprautur. Hún fær vökva í æð, krem sett á svæðin sem á að sprauta í og þarf að klæðast sjúkrahús búningi……………sem mér finnst töff en Heiðu ekki………….hummm.

Heiða leggst fyrir á meðan vökvin fer sína leið og svo koma indverjarnir trítlandi með börur og sækja hana og fara með hana upp. Ég hinkra á meðan og held áfram með bútasaumsteppið sem ég er að prjóna og þarf að passa að missa ekki lykkju…………………;)

Heiða fékk sprautur í hnakkann, á milli hnúa, kjálka, dropa í augu og nef og svo í mænugöng. Hún er var með legginn í mænunni í um 7 tíma og fékk á þeim tíma   stofnfrumur í 4 skömmtum, mikið magn og hún þurfti að liggja að mestu á þessum tíma. Hún hlustaði á hljóðbækur á meðan. Það er alveg viðbúið að hún verði þreytt eftir þetta, mikið magn að stofnfrumum og ekki óliklegt að líkamin þurfi tíma til að aðlagast þeim. Allavega mjög algengt að sjúklingar verði þreyttir eftir svona, en sjáum til.DSC00760

Þetta var rólegur dagur hjá okkur eða þannig, Shannon og Lola fóru í kvöld, þær hafa verið nágrannar okkar frá því að við komun og eru alveg hreint yndislegar, við kvöddum þær og það kom fullt af ryki í augun…………………..Shannon er svona baráttujaxl eins og Heiða.

Hjúkkurnar komu reglulega inn til að dæla frumunum í mænuna á Heiðu og svo um kl. 22 var leggurinn fjarlægður. Ég horfði aðeins á Banshee og er sko alveg að detta inn í þessa þætti, gott að geta aðeins gleymt sér því það tekur á að vera hér, fjarlægðin frá börnunum, nýtt land, og bara að halda þetta út. Reyni að ganga svoldið á brettinu og teygja og stundum lyfta lóðum, það gerir bara gott og svo auðvitað að hafa húmorinn á réttum stað og halda í vonina og jákvæðnina. Við erum þakklát fyrir að vera hér og láta reyna á þessa meðferð, að halda áfram heldur okkur gangandi, reyna að sækja framm. Sókn er oft besta vörnin.

Í kvöld var fullt tungl og ég hljóp út á götu og reyndi að ná góðum myndum, en þar sem ég er nú ekki góður ljósmyndari og kann ekki alveg nógu vel á vélina þá reyndi ég samt…………….liturinn á tunglinu er svona sennilega út af mengun………….DSC00750

Heiða hlustar á hljóðbók og Hood lögreglustjóri lemur glæpamennina sundur og saman og reynir að sporna við glæpum í Banshee, sem er liklega erfitt verkefni en öll glímum við við erfið verkefni á lífsleiðinni…………………já ok, loftpressan farin í gang og mun vonandi ganga blíðlega í nótt……….flautu consertin í Delhi minnkar og heimskautabangsanir í 207 sofna …………hrhrzzzzzz……..smá truflun, Maggi bróðir hringir og hvað er málið með hann, veit hann ekki að við erum 5 og hálfum tíma á undan………….hann er frétta þyrstur maðurinn. Vonandi heyri ég í honum á morgun……..

Heidi and Snorri…………………….. full moon

 

2 thoughts on “Mánudagurinn 4. maí……………mikið af stofnfrumum og fullt tungl…………

  1. Mikið er gaman að fá að fylgjast með ykkur. Ég kíki daglega til að lesa þessi skemmtilegu skrif, bara gaman 🙂 Flottur baráttuandi í ykkur.
    Gangi ykkur áfram vel!
    Kveðja Heba

  2. Bestu þakkir Heba, við reynum okkar besta. Kærar þakkir fyrir kveðjuna………

    Okkar bestu kveðjur

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *