Miðvikudagurinn 13. maí…………………Rigning……….

Það er eitt sem mér finnst frekar skrýtið hér á Indlandi, nánast hvert sem maður kemur, í verslanir og veitingastaði er mjög mikið af starfsfólki. Ekki óalgengt að t.d. í matvöruverslun sem er kannski svona 20 m2 að stærð að þar sé 4 starfsmenn. Tveir kannski að aðstoða kúnnan, þá er nú varla meira pláss fyrir fleiri í búðinni, einn sem tekur vöruna og stimplar inn og lætur i poka og svo er einn sem tekur við peningum og gefur til baka. Kíkti aðeins í skóbúð um daginn,svona 40 m2 og ég taldi 12 starfsmenn og ekkert að gera í búðinni. Fengum okkur mcflurry um daginn og þar voru 4 starfsmenn á 4m2………………………..líklega eru launin mjög lá og þess vegna hægt að vera með svona marga starfsmenn……….veit ekki. Svo eru verðir fyrir utan skartgripabúðir og svona fínni búðir og þeir eru vopnaðir haglara…………..DSC00865

Hvað haldið þið maður, ég dreg gluggatjöldin frá og það er byrjað að rigna…………..það hefur ekki komið dropi úr lofti síðan við komum hingað. Rigningin er örugglega kærkomin en rigningartímabilið byrjar í júlí, monsún rigningarnar eiga þá að koma og þá fellur 90 prósent af úrkomu ársins. Jæja við tökum á móti deginum með ristuðu brauði og kaffi, Heiða fær sitt diet coke, að sjálfsögðu. Við undirbúum okkur fyrir sjúkraþjálfun og höldum niður. Æfingin gekk vel nema Heiða hefur verið með töluverðan spasma í hægri hendi sem hefur áhrif á gönguna. Hún er þakin spasma um allan líkamann og stundum eru miklir verkir sem fylgja þessu. Lítið við því að gera nema að reyna að teygja og nudda. Allt svona hefur mikil áhrif á framgöngu. Mikið yrði nú gott ef spasmin myndi nú minnka. Jæja það er bara að halda áfram og sjá hvað setur. Við hendumst í mat og svo aftur niður í seinni tíman, þá eru styrktaræfingar. Við höldum svo styrktaræfingunum áfram þangað til Dr. Akshy er tilbúin með iðjuþjálfun. Eftir iðjuþjálfun höldum við áfram styrktaræfingum. Eftir æfingarnar ætluðum við aðeins út en lyftan var biluð. Við þurftum að bíða í 30 mín og þá gáfumst við upp og ég fékk aðstoð að koma Heiðu upp svo við kæmust aðeins út. Veðrið í dag er gott og bara við þessa rigningu sem kom þá lækkaði hitastigið alveg niður í 30 stig, það stytti upp og við sátum í smá stund í sólinni sem var að þessu sinni ekki alveg að bræða okkur, Ína kom og settist hjá okkur og Ruby litla hjólaði á hjólinu sínu. Þegar við ætluðum upp á herbergi þá bilaði lyftan aftur……………….jæja……….en að þessu sinni var það bara í 10 mín. Það er stundum vesen á þessu hér. Nú þurfti Heiða að leggast og fá dripp í æð með einhverju multivitamíni, fær þetta einu sinni í viku. Ég nýtti tíman á meðan og fór að skokka.

Við erum búin að fá lánaðan stól fyrir Heiðu fyrir maraþonið í ágúst, þannig að ég stefni á að hlaupa með hana. Það gæti orðið mjög gaman að því, já drottningin ætlar að vera með. Hlökkum til að takast á við þá áskorun…………..Styrktarsjóður Heiðu Hannesar er komin inn á marathon.is…………….hvetjum alla að taka þátt og hlaupa og styrkja góð málefni. DSC00905

Þegar ég kom til baka eftir skokkið, rennandi sveittur og eldrauður í framan, fengum við okkur að borða, pizza í kveld……………

Hjúkkurnar komu  og spjölluðu svoldið, það er svo rólegt hjá þeim núna.

Kær kveðja.

Heidi and Snorri…………….finnst rigningin góð………..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *