Miðvikudagurinn 27. maí………………franskar,sósa og salat….

Hér á Indlandi er mjög mikið um fyrirfram ákveðin brúðkaup, foreldrar eru búinir að ákveðja hverjum barnið sitt giftist, jafnvel um 10 ára aldur er búið að ákveða þetta. Þetta er samt eitthvað að breytast. Dr. Hilal sagði að það væri að meðaltali um 60 konur sem fremdu sjálfsmorð á dag í Indlandi út af þessu. Svakalegt. Í mörgum tilfellum er farið illa með þessar blessuðu konur og það er mjög algengt að mennirnir haldi framhjá og það virðist bara vera svona einhvernvegin eðlilegt en konan er bara föst og getur ekkert gert. Svona er trúin og verð ég að segja að þetta er gjörsamlega út í hött og fæ enganveginn skilið svona trúarbrögð. Fuss og svei.

 

,, Sólin gæist á milli rifa á gluggatjöldunum á herbergi 106 og tvær mannverur teygja úr sér og bjóða góðan dag. Það er heitt úti og líklega verður ekkert farið út í dag nema kannski í kvöld. Það er hitabylgja á Indlandi, eitthvað sem ferðalangarnir eru ekki vanir. Morgunmaturinn er mættur og diet coke hellt í glas og kynnt undir katlinum. Fólkið sem býr í herbegi 106 er komið langt að. Það kemur frá fjarlægu landi í norðri þar sem vindar blása og hitastigið getur verið ansi lágt, þar sem veturinn getur verið erfiður en jafnframt sumrin ægi fögur og góð. Þessir ferðalangar komu til Indlands með von og vilja að vopni til að leita eftir hjálp. Snorri og Heiða hafa verið saman síðan 2005 en árið 2012 í desember þá fór Heiða í hjartastopp sem varði´í um 20 mínútur. Heiða hlaut mikinn heilaskaða af og varð í kjölfarið algerlega ósjálfbjarga. Snorri hefur hugsað um hana síðan ásamt foreldrum og vinum. Þau eru á Indlandi í leit að hjálp, eða allavega til að láta reyna á stofnfrumumeðferð.´´

 

Sjúkraþjálfun gekk enn og aftur mjög vel og einnig iðjuþjálfun.Ég lét hlaupabrettið finna fyrir því og lætin í brettinu voru svo mikil að ég var beðin um að stoppa…………….hahaha ég truflaði svo mikið, hávaðin og ískrið í brettinu…………..já kannski of þungur fyrir brettið, ja veit ekki.

Það kom maður til að reyna að koma netinu í lag, tómt vesen á netinu hér.

Við hittum Gr. Geetu Shroff og hún sá Heiðu standa og sagði okkur að Heiða fengi mænulegg næsta laugardag, í fimm daga. Einnig mun hún fá sprautur í hnúa, tær, mjaðmir og háls.

Um kvöldið tókum við leigubíl til að fara í eina búð sem selur fullt af treflum og klútum, Heiðu langar svo að skoða. Kom við á Mcdonalds á leiðinni heim og tókum með heim, já bara veisla í herbergi 106 og  ís á eftir.

Heidi and Snorri…………………………………….troða í sig frösnkum, sósu og salati…………..

2 thoughts on “Miðvikudagurinn 27. maí………………franskar,sósa og salat….

  1. Góðan dag stóru hetjur ! Ég þekki ykkur ekkert en mikið langar mér að hrósa ykkur fyrir dugnað og jákvæðni. Ég er búin að fylgjast með ykkur frá degi 1 og þetta er orðin rútína hjá mér að kíkja á bloggið ykkur og lesa hvað þið eru dugleg og hvað þið eru að bralla….Svo er Snorri svo skemmtilegur penni það má hann eiga híhíh 🙂 En gangi ykkur vel með allt saman og ÁFRAM Heiða ofurkona!!

  2. Heil og sæl Arndís. Takk kærlega fyrir að fylgjast með og takk fyrir falleg orð. Við reynum okkar besta að takast á við þessi veikindi hennar Heiðu. Þetta er erfitt en við verðum að hafa húmorin á réttum stað bara svo við komumst i gegnum þetta. Bestu þakkir og gangi þér vel.

    Kærleikskveðjur til þín….

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *