Miðvikudagurinn 6. maí

Ok…………6. maí komin og ég drattast fram úr beddanum og geng frá honum og hjálpa Heiðu minni fram úr. Heiða svaf lítið í nótt. Morgunmaturinn mætir á svæðið og við setjumst niður og fáum okkur að borða,  ræðum um hitt og þetta og Heiða bara klár í slaginn, en pínu þreytt.

Henni gekk ágætlega í sjúkraþjálfun en enþá eru mikil þreytu merki hjá henni. Dr. Dipin sagðist alveg hafa búist við þessu. Henni gekk vel til að byrja með er varð fljótt þreytt.

Heiða hvíldi sig í hádeginu, vildi ekki borða, bara hvíla sig. Fórum svo aftur niður í seinni tímann sem gekk vel, þá var verið að vinna með hendunar, þá situr hún. Fórum á bekkinn og teygðum vel. Iðjuþjálfun var svo í beinu framhaldi sem gekk fínt. Lesturinn bara góður. Heiða segist sjá aðeins betur, sem er alveg magnað, sjónsviðið er aðeins að breikka, þá  aðalega upp og niður. Vá vonandi heldur það áfram að batna.

Þegar við komum úr iðjuþjálfun þá þurfti Heiða að fá multi vitamín í æð ,þetta fá allir sjúklingar einu sinni í viku. Þetta drippar í hana á svona 3 tímum. Hún hlustaði á hljóðbók á meðan og ég horfði á heimildar mynd um hljómsveitina Journey. Mögnuð sveit og Steve Perry einn af mínum uppáhaldssöngvurum. Nú veit ég sögu Journey og hvernig Steve hætti í bandinu og afhverju. Hver kannast ekki við lögin Open Arms og Don´t stop beliving……………

Stefan vinur okkar frá Þýskalandi fer héðan í kvöld og hann sagði mér að nýjustu myndir af heilanum hans sýna mikla framför og bata og hann finnur það svo greinilega sjálfur, hann er með svokallaðan Lyme sjúkdóm.DSC00791 Ég , Heiða og Ína skelltum okkur á kaffihús með Stefan, svona til að kveðja hann. Góður dengur og óskum við honum alls hins besta. Það fækkar stöðugt hér og Turki og pabbi hans fara á laugardaginn og þá er orðið andi tómlegt hér, en góðmennt……….;)

Heiða á að fá stofnfrumusprautur í augun á morgun og hnúa.

Heimskautabangsarnir bjóða góða nótt.

Heidi and Snorri……………..with open arms…..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *