Miðvikurdagurinn 20.maí…………..Stór dagur fyrir okkur…..

Góðan daginn og komið þið sæl og blessuð, íbúarnir á 106 rísa úr rekkju og mallakúturinn á gamla er svona þokkalegur og ekkert slys á þeim bænum. hjúkket….

Við fáum okkur morgunmat og fáum að vita að um kl.15 fer Heiða í mænustungu og fullt af sprautum. Við undirbúum okkur fyrir sjúkraþjálfun og reynum aðeins að lesa. Það er ansi fjölmennt í sjúkraþjálfun og Dr. Dipin tekur vel á móti drottninguni og er mjög ánægður með árangurinn hjá Heiðu hingað til. Hann byrjar eins og vanalega á teygjum og svo er gengið með göngugrind og gangan gengur mjög vel og Heiða þarf enga aðstoð, nema þegar hún þarf að snúa við. Það verðu spennandi að sjá þegar við komum heim hvernig henni gengur með sinni göngugrind. Í lok tímans lét Dr. Dipin Heiðu standa án stuðnings við grindina, svona til að æfa jafnvægið svona eins og við gerum í skíðaskónum. Nú var Heiða bara í spelkunum og viti menn……………..hún stóð alveg sjálf í um 2 mínútur………………magnað og þetta hefur hún aldrei gert áður, og það sem meira er að hún stóð mjög bein. Vá, þetta var ekkert smá gaman að sjá og upplifa. Dr. Dipin klappaði fyrir henni. Við héldum upp á herbergi brosandi út að eyrum og ef við hefðum ekki eyru þá hefðum við brosað hringinn. Skildi öll þessi vinna hjá okkur loks vera að skila einhverju til baka……………….já við trúum því.

Fórum í seinni tíman eftir matinn og nú var Heiða sett á þrekhjól, svona hjól þar sem þú situr uppréttur í. Heiða gerir þetta stundum heima. Þetta gekk mjög vel hjá henni og hún hjólaði 400 metra á 20 mín. Þetta er mjög góð æfing fyrir hana. Hún hélt sér ekki í handföngin. Við þurftum að sleppa iðjuþjálfun vegna þess að við þurftum að drífa okkur upp því nú þurfti að undirbúða Heiðu fyrir sprautur og mænustungu.

Hjúkkurnar undirbúa hana og svo er farið með hana í sprauturnar og mænustunguna. Nú á hún að vera með legg í mænuni í 3 til 5 daga. Stofnfrumum dælt í hana með reglulegu millibili, hún fær mikið af frumum. Hún þarf að vera að mestu leiti í rúminu. Vá það verður erfitt fyrir hana en klárar það örugglega með stæl.

Kvöldið frekar rólegt hjá okkur og Heiða hlustar á ástarsögu og ég horfi á sögu AC DC og Iron Maiden…………….get allveg gleymt mér yfir svona heimildarmyndum. Skrapp og náði í íspinna fyrir elskuna mína. Næstu dagar verða kannski lengi að líða hjá okkur út af þessu, en þetta er,, partur af prógrammet´´

Við erum svo glöð að Heiða hafi getað staðið svona sjálf…………………

Heidi and Snorri……………….fells like……. jammin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *