Sunnudagurinn 10. maí

Jæja það er orðið frekar rólegt hér í Nutech Mediworld, Turki og faðir hans fóru í gær og nú eru það bara við Heiða og Ina og David ásamt börnum sínum. Dr. Geeta tekur yfirleitt ekki við mikið af sjúklingum á þessum tíma og allra síst frá vesturlöndum sérstaklega út af hitanum. Svo er hún einnig mikið að vinna að vísindagreinum og ferðast.

Við kúrðum til 10 og fórum þá á fætur. Framundan var rólegur sunnudagur. Við fengum okkur að borða og svo var tiltekt og allskonar. Tékkað á tölvupóstum og þess háttar. Ég kíkti aðeins á veðurspánna og jú sumarið er komið og í lok þessara viku lítur út fyrir að hitastigið fari í um 45 gráður…………….hvað er að frétta. Þetta er allt of mikið maður, en sjáum til hvort við höfum þetta ekki af.

Dagurinn var rólegur, Ingvar vinur minn hringdi í mig í gegnum Viber, gaman að heyra í honum, þau skötuhjúin Ingvar og Bára eignuðust son þann 1. maí síðasliðinn og mikið óskum við þeim til hamingju með litla drenginn.

Við kíktum aðeins út og fórum í garð hér ekki svo langt frá, þetta er svona fjölskyldugarður og allt fullt af krökkum að leika sér og flestir að spila Póló sem er þjóðaríþrótt indverja,20150510_181608 þarna eru túristar sjald séð sjón og fólk hreinlega snéri sér úr hálslið þegar þessar geimverur birtust í garðinum þeirra. Það er svo mikið glápt á okkur……………hahaha bara gaman að því. Í þessum garði sáum við m.a. híbýli fólks, svona búa margir………………..20150510_180650Stoppuðum bara stutt og héldum svo til baka, leigubílstjórinn beið á meðan, þeir gera það yfirleitt hér. Þegar heim var komið var hringt í krakkana og svona tekin púlsin á því helsta og allt virðist vera í ágætu standi hjá þeim. Á morgun á Heiða að fá fullt af sprautum.

Óskum öllum mæðrum og þá sérstaklega okkar mæðrum til hamingju með daginn.

Heidi and Snorri…………………..just relaxing…………

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *