Sunnudagurinn 17.maí……………..Taj Mahal………………….

Vöknuðum rétt fyrir sjö, því nú átti að halda til borgarinar Agra og sjá Taj Mahal. Við gerum okkur og græjum og leigubílstjórinn var mættur um kl.8, létum hann aðeins bíða eftir okkur. Framundan var 3-3. Hálfstíma akstur. Við vopnuð bakapoka með vatni, snakki og nammi. Leigubíllin var lítill og ræfislegur en alveg nóg fyrir okkur skötuhjúin, bílstjórinn vinalegur indverji sem keyrði greitt.DSC00966 Það var í raun mikið ævintýr að horfa út um gluggan á leiðinni. Hér býr fólk við vegina í allskonar tjöldum og strákofum, með beljur og geitur. Já það er sko sannarlega verið að reyna að lifa af og fólk býr hér sko við misjafnar aðstæður. Ótrúlegt að sjá…………….á leiðinni sjá ég mikið af stöðum þar sem var verið að búa til múrsteina, stórir reykháfar spúðu mengun út í loftið og þeir voru um allt. Fólkið eins og maurar að vinna í hitanum og greinilegt að verkamennirnir bjuggu á þessum stöðum i einhverskonar kofum og tjöldum. Vá þetta var út um allt. Múrsteinar eitt helsta byggingarefnið hér.  Mikið um yfirgefnar byggingar og einnig verið að byggja háar blokkir. Mér fannst mikið af þessum blokkum vera hálfgerðar draugabyggingar, hálfklárðar og yfirgefnar. Fólk að vinna út á ökrum með beljur og hitinn að steikja það. Sjón er sögu ríkari.

Þegar við komum til Agra varð ég í raun algerlega kjaftstopp. Við keyrðum í gengum borgina eftir svo ótrúlegum götum. Umferðinn svakaleg og oft munaði litlu að við straujuðum aðra bíla, mótorhjól, fólk, börn eða nautgripi. Ruglið út um allt og allir einhvernvegin að draga fram lífið og reyna að sjá fyrir sér og sínum. Sóðaskapurinn allsráðandi og skítur og drulla út um allt. Þú ætlar kannski að stoppa og kaupa þér snakkpoka eða eitthvað kalt að drekka þá þarftu að passa þig að stíga ekki í beljuskít, stundum að stugga þeim frá til að komast að búðinni……………..alveg magnað að sjá.

Þegar við erum að nálgast Agra þá tökum við leiðsögu mannin upp í. Það er samvinna við leigubílafyrirtækið sem við skiptum við og þessa leiðsögumanns, hann mætti og græjaði allt sem þurfti að græja og sýndi okkur Taj Mahal.DSC01000 Vá þetta er fallegur staður þó svo að leiðin að honum hafi svona verið frekar skrýtinn. Taj Mahal er nokkurskonar grafhýsi sem kóngur á 17 öld reisti þegar konan hans lést. Það tók rúm 20 ár að byggja og um 20 þúsund verkamenn. Garðurinn í kring er verulega fallegur og allt svo hreint og flott. Það var alveg svakalega heitt þennan dag. Það var ekki eingöngu húsið sem fangaði athygli fólks heldur einnig Heiða. Fólk var að koma til okkar til að fá að taka myndir af Heiðu með sér. Ég fór aðeins frá til að taka myndir og leiðsögumaðurinn var hjá Heiðu á meðan og þegar ég kom til baka þá var allt fullt af fólki í kringum hana til að fá myndir af sér með drottninguni. Gaman að þessu og ég er að hugsa um að fara að rukka……………:)DSC01002

Jæja, á heimleiðinni stoppuðum við á Mc Donalds og fengum okkur borgara og buðum leigubílstjóranum upp á borgara, hann þáði það og þarna sátum við í bílnum, tróðum í okkur borgurum áður en við lögðum í hann heim á leið. Bílstjórin stóð druslna í botn og keyrði eins og bavíani um göturnar og við Heiða hentumst til í aftursætinu og vorum í stökustu vandræðum að reyna að skella ekki með höfðinu í rúðurnar………………róum okkur aðeins, það var ekki með nokkru móti hægt að smella af myndum í þessum rússíbana……………..beljur, svín og apar þutu framhjá okkur á leiftur hraða………………sé eftir því að hafa ekki fengið bílstjóran til a stoppa aðeins svo ég gæti gengið aðeins um til að taka myndir. Man það næst.DSC01023

Heimferðin gekk vel, Heiða hlustaði á hljóðbók og ég dormaði aðeins en bíllinn hristist svo mikið að ég var ekki alveg rólegur, vildi vera við öllu búin. Við komun heim um kl .19 dauðþreytt en sátt við daginn og í raun er það frekar ótrúlegt að Heiða hafi úthald í svona ferðaleg. Það er ekkert auðvelt að fara um með stólinn, víða miklar hindranir og tala nú ekki um ef maður þarf að bregða sér á salernið, það getur oft verið vesen fyrir okkur því ég þarf að fara með hana og það er oft ekki gert ráð fyrir því……….arrrrggg.

Skypuðumst heim og ferðalangarnir sofnuð fljótt og safna kröftum fyrir morgundaginn………….

Heidi and Snorri…………………………………..ánægð með daginn…….

2 thoughts on “Sunnudagurinn 17.maí……………..Taj Mahal………………….

  1. Gaman að fá fréttir. Auðvitað stórmerkilegt land. Gangi ykkur vel.
    Kv. S

  2. Bestu kveðjur til þín kæra frænka

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *