Sunnudagurinn 3. maí…………….Deó deó baulaðu búkolla….

Sunnudagur og við kúrum aðeins lengur, það er frí frá æfingum og við getum tekið því rólega. Delhí borg er komin á fullt en flautuconsertinn sem í þetta sinn er í d moll er á rólegri nótunumm og allir bara nokkuð slakir. Við tökum því rólega fram eftir en meiningin var að fara á markað sem er ekkert svo langt frá, þurfum að taka metró þangað, en það sem það er sunnudagur þá ákváðum við frekar að fara bara í garðin, sennilega mikið af fólki á markaðnum á sunnudegi.

Um kl. 15 förum við út og það fyrsta sem ég sé úti er belja, eða nautgripur í bandi og eigandin teymdi gripinn um götuna, ég auðvitað hljóp af stað til að ná þeim því ég varð að ná mynd, við reikspólum af stað og ég hleyp út að miðja götu og ætla að munda vélina og þá öskraði eigandinn á mig og var ekki sáttur…………..hann kom yfir götuna með beljuna og gerði hreyfingar með höndunum sem ég skildi strax………..hann vildi fá borgað. Ég rétti manninum 10 rúbíur sem eru rúmar 200 kr og fékk að smella nokkrum myndum af Búkollu………..deó déo baulaðu nú Búkolla ef þú heyrir……………:)DSC00722 Mér skilst að á Indlandi séu þessar kýr heilagar og fólk tilbiður þær. Fólk sem er hindúartrúar tilbiður allskonar hluti og dýr, m.a. þessar beljur. Einhver sagði mér að það séu allavega til 90 afbrigði af hlutum eða dýrum sem fólk álítur einhverskonar guði.

Þegar við erum búin að ganga i c.a. 20 mín segir Heiða………,,púff svakalega er heitt´´ og ég tók undir það, þetta er klárlega heitasti dagurinn hingað til og sólin skein, rúmlega 40 stiga hita og sólin brosti sínu breiðasta. Sem betur fer fórum við ekki á markaðinn. Við röltum um garðin og skoðuðum mannlífið, svo settumst við á kaffihús.  Vá hitin er svaklegur, eins og að vera í bakarofnn án blásturs.DSC00737

Á leiðinni heim heyrði ég kallað…..,,.Snorry´´ og þar var Turkey og pabbi hans frá Kuwait, við spjölluðum við þá og þeir vildu endilega bjóða okkur eitthvað og ég þáði íste og Heiða vatn. Turkey sagði að þegar Heiða gæti orðið labbað myndi hann vilja bjóða okkur til Kuwait og við gætum gist á flottu 5 stjörnu hóteli………………já ok, takk fyrir það…………….þeir eru yndislegir vinir okkar frá Kuwait. Ja hver veit nema að við skellum okkur þangað í framtíðinni…………:) . Við  komum við í kökuhúsinu á leiðinni heim og keyptum 2 kökur, Shannon og Lola eru að fara á morgun og við buðum þeim upp á kökur ásamt hinum sjúklingunum hér. Fórum niður í mótöku, þar eru sófar og þar settumst við og héldum smá kveðju boð fyrir þær mægður, þær eru í herberginu á móti okkur og við eigum eftir að sakna þeirra.

Thanks Shannon and Lola and all of ours kisses and hug´s to you.

DSC00744

Á morgun mun Heiða fá legg í mænugöng og verður stofnfrumum sprautað þangað með reglulegu millibili, skilst að hún hafi þenna legg í einhverja klukkutíma. Á meðan þarf hún að liggja.  Þetta verður sennileg gert um kl. 15 svo Heiða nái að fara í sjúkraþjálfun………….hehehe þeir þora ekki öðru, Heiðan verður ekki sátt ef hún missir af tíma og betra að hafa hana í sínu liði. Svo má reikna með að hún fái legg í mænugöng í nokkur skipti og stundum verður hann þar í einhverja daga, en það kemur í ljós.

Bestu kveðjur á klakann og mikið þakklæti.

 

Heidi and Snorri……………………hittu Búkollu……………..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *