Þriðjudagurinn 12. maí……………jarðskjálfti

Mér skilst að á Indlandi séu um 200 tungumál……………vá það er slatti. Hjúkkurnar hér hjá okkur koma allar frá norður Indlandi, nálægt kína og eru þær allar með asískt útlit en eru indverjar. Þær tala sitt tungumál, ensku og indversku. Þær eru flestar kristnar. Þær vinna hér á 6 tíma vöktum, það er rólegt hjá þeim núna, snúast nánast eingöngu í kring um okkur Heiðu.

Jæja, Þriðjudagur í dag og nú skal haldið áfram með vonina og viljan að vopni. Heiða fær sínar venjubundnu sprautur og venjubundin morgunmat. Að morgunverði loknum undirbúum við okkur fyrir sjúkraþjálfun og drottningin bara í góðum gír.

DSC00864

Heiða klár í sjúkarþjálfun…………………

Við förum niður og ég set Heiðu á bekkin og Dr. Dipin mætir og byrjar að undirbúa Heiðu með tilheyrandi teygjum. Ég blogga á meðan. Heiða stendur svo upp og grípur föstum tökum um göngugrindina og byrjar að ganga. Hún gengur af stað og þarf engan stuðning og gerir vel. Henni gekk mjög vel að ýta grindinni á undan sér og náði að laga jafnvægið þegar hún var að missa það. Stóð vel bein, vantar aðeins að lyfta fótunum betur. Enn einn tímin hjá henni sem gengur svona vel. Dr. Dipin hrósar henni og er áægður með hana. Glæsó!!!!…………………………….en hvað nú……………það kemur fát á mannskapin og allir hendast af stað upp og ég vissi ekki hvað var að ske……………….,,jarðskjálfti´´………….og við þurftum að yfirgega bygginguna. Ég var ekki var við neitt en Heiða fann hann. Fólki var brugðið enda atburðir síðustu vikna í Nepal eru sorgleg staðreynd. Það sem sagt varð aftur jarðskjálfti í Nepal og það voru tveir skjálftar með mjög stuttu milllibili. Þetta er skelfilegt og auðvitað er maður pínu smeykur. Hvað ef það kæmi skjálfti hér í Delhi, maður er gjörsamlega varnarlaus. Húsin hér eru örugglega mjög misjöfn að gæðum hvað styrk varðar. Hér er mikið hlaðið og svoleiðis hús hrynja auðveldlega, sum hús eru nánast eingöngu hlaðinn en svo er einnig hús með steyptar og járnbentar súlur og svo er hlaði á milli. Það sem ég hef séð hér í nágrenninu er ekki upp á marga fiska. Við þurftum að fara út og vorum þar í kannski 30. mín.

Við gleyptum í okkur hádegismat og fórum svo niður i seinni tímann i sjúkraþjálfun. Dr. Dipin lét Heiðu leggjast og hann lét hana gera styrktaræfingar fyrir maga, mjaðmir og læri. Eitthvað sem við getum svo haldið áfram með.DSC00886

Iðjuþjálfun gekk vel og Heiða las setningar og gerði það með stæl…………já það eru framfarir. Yes!!!!    Ég lék aðeins við Ruby og svo kíktum við Heiða aðeins út. Hittum Dr. Geetu, hún sagðist hafa komið upp til okkar en gripið í tómt og ég sagði henni að ef hún ætlaði að hitta Heiðu þá þyrfti hún að panta tíma, Heiða væri upptekin kona og því þyrfti að bóka tíma í viðtal hjá henni……hahaha. Við ræddum við Geetu og Heiða spurði hana hvernig planið væri með mænustungurnar og Geeta svaraði að líklega fengi Heiða tvær mænustungur í viðbót og þyrfti að vera með legg í 3 til 5 daga í hvert skipti. Þá má ekki fara út og þá þarf að hafa hægt um sig.

Við Heiða fórum í góðan göngutúr, fórum í garðinn sem er hér ekki svo langt frá og gengum í kringum græna vatnið, rákumst á apa og einnig tvær geitur……….gaman að þvíDSC00883. Komum við á leiðinn heim og pöntuðum okkur tíma í nudd, ætlum að prófa, það verðu spennandi, förum á fimmtudaginn. Súkkulaðiköku sneið fékk far með okkur heim…………….humm handa hverjum ætli hún sé……………..

Skypuðumst við krakkana, pabba og tengdó og einnig við Lindu Maríu…………….

mangpha……………………………þýðir góða nótt……………

Heidi and Snorri……………..með hugan hjá fólkinu í Nepal

 

 

 

2 thoughts on “Þriðjudagurinn 12. maí……………jarðskjálfti

  1. Ég dáist að ykkur báðum, meira en ég get líst, þið eruð bæði hetjur ,og það er svo gott að heyra og sjá framfarirnar hjá Heiðu hetju. Gangi ykkur vel …. sendi ykkur kærleika . Kveðja frá Keflavík í rigningunni.

  2. Sæll Jóhanna og okkar bestu þakkir fyrir kveðjuna, bestu kveðjur til þín úr rigningunni í Delhi og takk fyrir kærleikan…………

    Heiða og Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *