Þriðjudagurinn 19. maí…smá vesen á kallinum og Dr. Hilal kemur í heimsókn..

Púff, þetta var nú meiri nóttin maður, ekki það að Heiða mín svaf alveg ágætlega það var svoldið vesen á gamla, fann í gærkveldi að ég var eitthvað skrítinn í maganum. Ég sofnaði nú fljótt en svo byrjaði vesenið, dollan var notuð mikið þessa nótt. Hvað var í gangi eiginleg, ekkert mikið illt í mallakút en þegar það þurfti að koma þá var nær enginn fyrirvari maður, vá þetta var bara vesen, þurfti sko að stökkva framúr og beint á sessuna, hvað hafði ég eignilega borðað…………….Heiða svaf bara vært og rótt og var ekkert var við þessar tíðu klósettferðir hjá kúkalabbanum. Þetta var ekki sársauki, þetta var svona meira áhyggjurnar og vera ekki nógu fljótur að ná á dolluna, þorði varla að sofna…………..ef að eitthvað óvart myndi ske………………….hahahahahahahahah meira ruglið maður, hef aldrei lent í svona áður.

Jæja, við skötuhjúin bröltum á fætur og ég segi Heiðu frá nóttinni og auðvitað fannst henni þetta alveg svakalega fyndið og hló mikið að þessu, já þið sem þekkið hana Heiðu vita það að henni fynnst ófarir annara alveg svakalega fyndið……..hún gat varla borðað hún hló svo mikið.

Við förum í sjúkraþjálfun eins og vanalega og Dr. Dipin var mættur og Heiða rúllaði þessu upp. Gangan góð, staðan góð og gekk vel að ýta grindinni. Hún gerið þetta alveg án stuðnings og svo gekk henni vel að snú sér. Ég sat i stólnum hennar á meðan, fannst svona meira öryggi í því, þú veist ef eitthvað kæmi fyrir, þá gæti ég bara farið í stólnum upp og enginn tæki eftir neinu nema að Heiða færi að hlæja alveg svakalega. Enginn myndi fatta neitt…………………….en sem betur fer hélt ég öllu inni en viðurkenni það alveg að ég var með áhyggjur…………………meiri dagurinn maður, svo í miðri æfingu fer Heiða að hlæja alveg svakalega og þjálfarinn spyr mig hvað væri málið og þá sagði eg honum frá veseninu og afhverju ég sæti í stólnum hennar, já alltaf eitthvað verið að hlæja að mér…………..

Í dag fluttum við úr herbergi 206 niður i herbergi 106, alveg eins herbergi, en þar sem það eru svo fáir hér þá finnst þeim betra að hafa okkur öll á sömu hæð. Flutningurinn gekk vel og herbergið fínt, bara betra en hitt ef eitthvað er.

Heiða tók smá æfingu í skíðaskónum og það gekk vel stóð lengi og söng á meðan, ekki besti söngvarinn en ég læt mig hafa það….:) Dr. Hilal kom aðeins í heimsókn, hann er skemmtilegur og fyndin og er alltaf til í smá grín og glens. Hann kom með lag fyrir Heiðu og við spiluðum það og hann kallaði á hjúkkurnar og hann dansaði við þær og hamagangurinn var svo mikill að hann rann á rassgatið…………..hahahah við fífluðumst í hjúkkunum og spiluðum fleiri lög, gömul lög með Neil Sadaka og Frank Sinatra já flest hægt að finna á Spotify. Dr. Hilal kíkir oft og fær hjá mér harðfisk. Þetta var skemmtilegt og Heiðan hló mikið og hafði gaman að þessu.DSC00445

Á morgun fær Heiða mænustungu og legg í mænuna ásamt fullt af sprautum með stofnfrumum.

Heidi and Snorri and Dr. Hilal…………………..í stuði……

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *