Þriðjudagurinn 5.maí

Delhi borg komin á fætur og flautin og köllin byrjuð út á götu. Við förum á fætur og ég finn að Heiða er mjööög þreytt. Jæja en hún fer frammúr og borðar en ég sé vel að hún er slöpp, þó hún viðurkenni það ekki. Stofnfrumuskammturinn sem hún fékk í gær er sennilega að valda þessu.

Við gerum og græjum og förum niður til Dr. Dipins, hann byrjar að teygja og toga og svei mér þá ef Heiða sofnaði ekki á bekknum. Hann prufar að láta hana ganga og það gengur ekkert. Hún hafði engan kraft og alveg týnd. Við þessu mátti alveg búast og er víst mjög algengt að svona sé ástandið eftir svona mikin skammt af frumum. Við förum upp og Dr. Dipin segir Heiðu að hvíla sig og ekki gera neitt annað. Þegar upp er komið leggst Heiða og hvílir sig en nær ekki að sofna, borðar smá og svo förum við aftur í sjúkraþjálfun. Heiða er þreytt en nú eru það hendurnar og það gekk bara vel. Við förum á bekkin og æfum þangað til iðjuþjálfun hefst. Ég geng og lyfti smá á meðan og teygi, bakið ennþá með vesen………………….

Eftir iðjuþjálfun er Heiða bara hin hressasta og við skellum okkur með Stefan í smá bíltúr með leigubíl……..ef bíl skyldi kalla…….vá þvílíkur skrjóður, við hentumst til þegar bílstjórinn skipti um gír og ískrið maður í öllu, víraflækjur um allt……………hahahah Við hlóum mikið að þessu, engin loftkæling og hitinn svakalegur, örugglega eitthvað yfir 40 stiginn. Örugglega reynslu mikill bílstjóri……..DSC00765

Við vorum svona aðeins að skoða okkur um. Mannamergðin og umferðin er rosaleg maður, og mengunin svakaleg. Stefan sagði að þjóðverjarnir væru að spá í að loka sendiráðinu hér og kalla starfsfólkið heim hreinlega út af mengun, segja að þetta sé einu verstu loftskilyrði á jörðinni……………já sæll og auðvitað erum við þar, þar sem andrúmsloftið er svo mengað að þýska stálið er að hugsa um að flýja.DSC00790

Komumst heil heim og gleymum seint þessari bílferð. Kvöldið var bara rólegt, heyrðum aðeins í Hannesi okkar og tengdó. Vonandi sefur Heiða vel í nótt, það má alveg búast við að hún verði eitthvað þreytt líka á morgun, en sjáum til……………….

Bjóðum góða nótt.

Heidi and Snorri………………….halda áfram baráttunni….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *