Þriðjurdagurinn 26. maí

Í dag 26. Maí hefði frændi minn, bekkjabróðir og vinur orðið fertugur ef hann hefði lifað, Jónsi fændi lést langt fyrir aldur fram. Við Jónsi ólumst upp í Vogunum, pabbar okkar eru bræður og það var mikið brallað. Við vorum saman í bekk og ég var mikið heima hjá Jónsa og þaðan eru margar góðar minningar sem sitja eftir í huga manns, hljómsveita brask, allskonar keppnir á lóðinni heima hjá honum, sveitaböllin og margt fleira. Jónsi var hversmanns hugljúfi og drengur góður  og mín minnig er hvað sterkust af honum gangandi um Vogana í leðurjakkanum með hrafninn á öxlini……………skær minning….takk fyrir allra góðu stundirnar kæri Jónsi og blessuð sé minnig þin………………

Eitt fyrir þig…………….hlustuðum mikið á þetta…..

 

 

Delhi borg vaknar og hitinn er alltof mikill, það er hitabylgja hér á Indlandi og á annað þúsund manns hafa dáið og spítalar fullir af fólki af sökum hitans. Hitinn hér í Delhi hefur farið í 45 stig og hér rétt hjá í tæp 50 stig, fólki er ráðlagt að halda sig innandyra.

Dagurinn í dag var góður fyrir Heiðu, sjúkraþjálfun gekk ljómandi vel og einnig iðjuþjálfun. Henni gekk vel að ganga með grindina og einnig að ganga upp þrepin og bætti metið í að standa alein án stuðnings í spelkunum, hún sleppti grindinni og stóð og svo tók hún um grindina aftur, við erum svona að prófa ýmislegt. Gekk frábærlega. Þegar hún gengur upp þrepin þá heldur hún um handrið og þarf að færa hendurnar uppeftir handriðinu, svo bakkar hún niður. Við gerðum okkar æfingar á bekknum eins og vanalega. Ætluðum aðeins út í sólina en okkur var hreinlega bannað að fara út, alltof heitt fyrir heimamenn og hvað þá fyrir heimskautabangsa frá Íslandi. Kíktum aðeins út um kvöldið, tókum taxa og ætluðum í eina búð, svona aðeins að kíkja en hún var lokuð, þá ætluðum við að fá okkur ís á Mcdonalds en ísvélin var biluð…………………já já ok allir léttri ……………..fýluferð og við fórum bara aftur og leigubílstjórinn ætlaði að rukka okkur um 700 rúbíur sem er yfirleitt verðið fyrir kannki 3 til 4 tíma ferð en þetta var bara klukkutími og ég hélt nú ekki og sagði honum að 400 væri alveg nóg og hann sættist á það……………..já þú snýrð ekki á selinn svo auðveldlega vinur…….

Þegar við komum heim úr fýluferðinni kom Dr. Hilal til okkar og við fengum okkur harðfisk og spjölluðum, hann er skemmtilegur og gaman að honum.

Nú eru tvær vikur eftir hjá okkur og við getum ekki beðið eftir að koma heim………….

Góða nótt kæru vinir og við skulum reyna að koma með eitthvað af hitanum með okkur.

Heidi and Snorri (selur)………………………hugsa um lífið………..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *