Fimmtudagurinn 4. Júní

Fimmtudagur og sólin skín skært og nú gat Heiða farið í sjúkraþjálfun. Morgunmaturinn bragðast fínt og kaffið skítsæmilegt og svo er haldið niður í kjallara í sjúkraþjálfun. Heiðu gekk vel, mun betur en ég átti von á svona fyrsta daginn eftir að mænuleggurinn var fjarlægður. Spurnig hvernig hún verður á morgun. Iðjuþjálfun gekk flott og henni gengur alltaf betur og betur að finna spilin. Heiðu finnst sjónin ennþá vera að lagast. Við gerðum okkar æfingar á bekknum og settumst aðeins út í sólina. Ég fékk te og kex hjá þeim á kaffistofunni. Fylgdist með framkvæmdum hér fyrir utan.DSC01142

Við ætluðum í göngutúr og vorum á leiðinni út þegar við erum beðin um að koma niður á skrifstofu. Þegar við komun niður þá var þar fólk sem vildi heyra okkar sögu og afhverju við værum hér. Þetta voru einhverjir nemar sem ætluðu að fjalla um þessa stofnun. Við svöruðum þeirra spurningum í um klukkutíma. Vorum orðin svo svöng að við hættum við að fara út.  Á morgun fer Heiða í heilamyndartöku, þá kemur bíll og sækir okkur og við förum á stórt sjúkrahús hér í borg. Heiða fór í svona myndartöku þegar við komun og svo aftur núna. Verður spennandi að sjá samanburðinn. Henni hefur klárlega farið fram á mörgum sviðum og það verður spennandi að sjá hvort það sjáist á myndunum. Kvöldið fór svona í almenn þrif á heimilisfólki á 106.

Kærleikskveðjur til ykkar allra……..

Heidi and Snorri……………………………staying cool…….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *