Föstudagurinn 5. júní……………….Heiða toppar sig..

Við spruttum á fætur kl 8. Vorum svo fljót á fætur að engispretta hefði dauðskammast sín. Við áttum að fara í heilamyndatöku og vera mætt niður kl 10. Fengum okkur morgunmat og ekki leið á löngu þangað til  hjúkkurnar ruddust inn með allskonar sprautur og mæla. Þeim finnst gaman að koma til okkar því það er alltaf svo góð tónlist hjá okkur. Esther hjúkka greiddi Heiðu og setti fléttu í hana. Dásamlegar.

Leigubíllinn beið eftir okkur og við brunuðum af stað. Þetta var sama sjúkrahús og við fórum á í byrjun ferðar. Hjúkk………….enginn bið og við bara beint inn og svo út aftur, 14000 rúbíur kostaði þetta, ca 30 þús kr. Tók saman um daginn kostnaðin við allar myndatökurnar, rannsóknirnar og lyfin sem Heiða hefur fengið og kostnaðurinn er komin í 150 þúsund krónur.

Þegar við komum til baka fengum við okkur að borða og fórum svo í sjúkraþjálfun. Það er skemmst frá því að segja að þessi tími var sá besti, allra besti…………………hún gekk svo flott og ýtti grindini vel og var bein og fín. Við þurftum ekkert að gera, bara aðeins að hjálpa við að snúa við. Svo sleppti hún grindinni og stóð sjálf í um 5 min. Þetta er það besta hingað til og við ekkert smá glöð með það. Til hamingju elsku ástin  mín. Nú er bara að halda áfram að æfa sig. Hefst ekkert nema með æfingum og jákvæðu hugafari.DSC01189

Að æfingum loknum fórum við og settumst út. Ég fékk te hjá Dr. Hilal og Heiða sat í sólini í smá stund. Svo skiptum við um föt og fórum í langan göngutúr í garðinn. Gengum í gegnum skóginn og svo að vatninu (græna vatninu), og svo um garðinn. Aparnir voru að vappa um og fuglalífið á fullu á vatninu og ungar út um allt. Veðrið mjög fallegt ,góður göngutúr.DSC01179

Styttist í heimför og mikið hlakkar okkur til að koma heim………….heima er best.

Kærleikskveðjur

Heidi and Snorri………………….ready to Rock…….

2 thoughts on “Föstudagurinn 5. júní……………….Heiða toppar sig..

  1. Þið eruð frábær, og svo dugleg og jákvæð ,það er yndislegt að að fá að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel og megi allt það góða fylgja ykkur og hjálpa. Kveðja Jóhanna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *