Jibbí………..við erum á leiðinni heim……

Ég var að spjalla við hana Melody sem er hjúkka hér, hún er ólétt og ég spurði hana hvort hún vissi kyn barnsins. Nei það vissi hún ekki og það er ekki leyfilegt að segja til um kyn barnsins, hún ætlar samt að spyrja lækninn sinn en hann neitar örugglega.  Dr. Hilal sagði mér að þetta væri bannað vegna þess að ef það er stelpa þá er enginn gleði með það og jafnvel barninu eytt en ef það er drengur þá er það allt annað mál. Sem dæmi þá þurfa foreldrar stelpna oft að borga mikið fé ef dóttir þeirra á að giftast, borga fjölskyldu mannsins. Þetta finnst okkur skrýtið en svona er þetta en þetta er nú eitthvað að breytast smá saman.

Jæja, næst síðasti dagurinn okkar hér í Nutech Mediworld í Nýju Delhi. Við erum mjög glöð að þetta er að taka enda, þetta hefur svo sannarlega tekið á og oft verið mjög erfitt á köflum. Þetta hefur einnig verið gaman og mikil upplifun að vera hér og kynnast þessu öllu saman. Heiða búin að vera algjörlega ótrúlega dugleg og farið í gegnum dagana af miklum krafti og æðruleysi, en þetta hefur verið erfiðara fyrir mig, viðurkenni það fúslega en nú er þetta verkefni að verða búið og ný taka við.

Heiða byrjaði daginn á að fá stóran skammt af stofnfrumum í æð eða 10 ml. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hún fær svona stóran skammt í æð, einnig fékk hún sprautur í háls, kjálka og við nef og í augu og nef. Hún fór í sjúkraþjálfun sem gekk mjög vel, erum bara orðin svo vön að henni gangi vel. Bjóst nú alveg við að hún yrði eitthvað dösuð út af þessum stóra skammti af frumum, en svo var ekki að sjá. Fórum svo að borða og svo aftur niður, lyftan hefur verið biluð og það þarf að bera Heiðu niður eina hæð, meira vesenið en svo sem ekkert mál, við erum vön hindrunum. Seinni tíminn gekk ekki eins vel, nú var Heiðu orðið flökurt og bara frekar slöpp, þannig að við stoppuðum stutt í sjúkraþjálfun að þessu sinni. Fórum upp og Heiða lagðist. Dr. Akshy iðjuþjálfari kom upp og gerði æfingar með Heiðu þar. Heiðu skánaði þegar leið á daginn.DSC01226

Við kíktum aðeins út í sólina og ég lék við Ruby. Ég byrjaði aðeins að pakka niður og prenta út farseðlana, sem betur fer var mér sagt að ég þyrfti að vera með seðlana, annars kæmumst við ekki inn í flugstöðinna.

Hlökkum til að koma heim og okkar bestu þakkir til ykkar allra, það hefur verið hjartnæmt að lesa allar kveðjurnar frá ykkur. Nú er þetta ævintýri á enda, í bili allavega. Takk fyrir allann stuðninginn og án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og við erum MJÖG þakklát. Það er strax árangur af þessari ferð og það er gleðiefni, klárlegar framfarir á mörgum sviðum.  Vonandi munum við sjá meiri framfarir……………reyni að pakka smá sól niður í töskurnar.DSC01246

Ást og kærleikur

Heidi and Snorri…………………………..happy and going home………..

 

The end. (í bili)

4 thoughts on “Jibbí………..við erum á leiðinni heim……

  1. Gott að heyra hvað hefur gengið vel hjá ykkur Snorri og Heiða. Skil það vel að þið eruð farinn að hlakka til að hitta börn og fjölskyldu heima <3 Heima er ávallt best. Gangi ykkur rosalega vel með framhaldið. Vona að þú komir til að halda áfram að skrifa hvernig gengur heima hjá Heiðu. Gangi ykkur vel í hlaupinu sem er framundan hjá ykkur.

    Bestu kveðjur frá Noregi

    Magga

  2. Frábært að þetta skyldi ganga svona vel. Góða ferð heim. 🙂

  3. góða ferð og gleðilega heimkomu, vonandi mun ferðalagið ganga vel 🙂 þið eruð búin að vera ótrúlega dugleg, þvílikt team 😀

  4. Er búin að fylgjast með flottri baráttu ykkar, munið þið setja inn myndirnar frá heilamyndatökunum?
    Sá þær hjá Roki og enginn smá munur. Vonandi gerið þið það líka 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *